Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Endurvinnsla ekki endurnýjun!

Ef ráðherralisti Eyjunnar er réttur verður aldeilis endurnýjun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar eða hitt þó heldur.

Frá Samfylkingunni:

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra                   66 ára,  30 ár þingmaður

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra           54 ára,  9 ár þingmaður

Össur Skarphéðinsson atvinnuvegamálaráðherra.    55 ára,  17 ár þingmaður

Lúðvík Bergvinsson dómsmálaráðherra                     44 ára.  13 ár þingmaður

Frá VG:

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra                 53 ára,  25 ár þingmaður

Ögmundur Jónasson heilbrigðis- og félagsmál          60 ára,  13 ár þingmaður

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra                  32 ára,  2 ár þingmaður

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfismálaráðherra          53 ára,  9 ár þingmaður

 

Meðal þingsetta þessa ágæta fólks er 14,75 ár og meðal aldur 52,12 ár.  Er þetta virkilega endurnýjunin sem mótmælendur kölluðu eftir.  Miðað við tíma og fyrirhöfnina sem sett er í stjórnarsáttmála starfstjórnar verð ég að trúa því að sama fólkið verði því ráðherrar á næsta kjörtímabili.  Takið eftir að það eru skildir eftir fjórir stólar sem væntanlega eiga að vera fyrir Framsóknarmenn eftir kosningar.

 

Mótmælendurnir sem staðið hafa í kulda og trekki á Austurvelli í margar vikur ættu að fara gera sér grein fyrir þessu.  Það varð endurvinnsla í ríkisstjórninni ekki endurnýjun.

 


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagnfræði

Ég leifi mér að stela af kommentakerfi Egils færslu eftir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing.  Það var þetta sem ég átti við með sögubækurnar.

Einar Sveinbjörnsson
26. janúar, 2009 kl. 23.14

Líkindi atburðanna í dag við ris og fall Alþýðuflokksins 1978-1979 er ískyggileg. Þá vann Alþýðuflokkurinn stórsigur í kosningum 1978 og fór í ríkisstjórn. 14 manna þingflokkur var samsettur að mestu af hálfgerðum villingum, títtnefnd Jóhanna var ein þeirra. Þanþol þessa fólks í ríkisstjórninni var ekkert, það átti að lofta út og guð má vita hvað. Á endanum var stjórnin sprengd í tætlur á félagsfundi Krata á Loftleiðum á meðan foringinn, Benedikt Gröndal var í útlöndum. Mig minnir að hann hafi verið utanríksráðherra. Ólafur Jóhannesson boðaði til kosninga í kjölfarið og fram að þeim tók við minnihlutastjórn þessa sama Benedikts Gröndal.
Þá var óðaverðbólga í landinu, fyrirtækin á haustnum og æpt var á efnahagsaðgerðir.

Ekki veit maður hvaða óskapnaður verður hér við stjórnvölinn áður en vika er liðinn, en minnihlutastjórn verður það sennilega og það væntanlga undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttir. Hringnum er þar með lokað á 30 árum og takið eftir að óróleikaárin enda bæði á 9 !

Í stað Alþýðuflokks er komin Samfylking. Hún kunni ekki frekar en Kratarnir á sínum tíma að fara með nýfengið vald í kjölfar kosningasigurs, sundurlyndið og óþreyjan varð þeim að falli. Þess má geta að Alþýðuflokkurinn bar ekki sitt barr að nýju fyrr en að 6-7 árum liðnum eftir að hann skaut sig sjálfan í löppina á Loftleiðum haustið 1979.

Hver skyldu örlög Samfylkingarinnar verða nú ? Veldur hver á heldur !

ESv


Ríkisstjórnin Egilsnautur

Nú skyndilega setur hljómsveitarstjóra mótmælakórsins hljóða, þegar þeir líta nú yfir niðurtroðinn Austurvöll og sjá ófreskjuna sem þeir hafa rutt braut til valda, ríkisstjórn eins og við þekkjum úr bernsku eða sögubókum.  Eru álistgjafarnir og fjölmiðlungarnir virkilega ánægði með barnið sitt, ég giska á að svo sé ekki.

Góðir Íslendingar, guð blessi ykkur.


mbl.is IMF: Áætlunum sé fylgt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð ekki þjóðin...

Það lýtur út fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætli að vera besti andstæðingur sem hægt er að velja sér í komandi kosningum.  Nú heimtar hún að verða forsætisráðherra þegar þjóðinni finnst hún ætti að vera heima hjá sér að ná fullum bata eftir erfið veikindi.  Er þessi vegtylla virkilega svo mikilvæg að það þarf að fórna heilsunni fyrir, ég vona að þingflokkur Sjálfstæðismann hafni beiðni hennar um forsætisráðherra embættið hennar vegna, til að hún nái bata.

ISG virðist svo upptekinn að halda völdum að hún er sennilega kominn á þá skoðun að þingflokkur Fylkingarinnar  sá ekki heldur þjóðin.


mbl.is Þingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komum að nýju fólki

Ég hef áður fjallað um áhyggjur mínar af því hvernig best er að endurnýja sem mest hóp þingmanna.  Sjálfur hef ég reynslu af því hversu erfitt það er að „slá í gegn" í prófkjöri, eftir að Sunnlendingafjórðungur hafnaði mér eftirminnilega og valdi Árna M og Árna J í minn stað. 

Nú um stundir tek ég þátt í innra starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og á næstu dögum verður það hlutskipti mitt, ásamt félögum mínum í stjórn Varðar, að leggja fyrir félagsfund hvernig best verður staðið að forvali á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Það eru fyrst og fremst tveir möguleikar í boði, uppstilling eða prófkjör.  Kostir uppstillingar eru að á þann hátt er hægt að koma að fólki sem ekki er til búið að fara þann slag sem prófkjörum fylgja.  Ókostirnir er að algert ógagnsæi ferlisins við að velja á listann, ég tel að þessi leið ófæra í því ástandi sem við búum við í dag.

Prófkjör er því líklegasti kosturinn en þau má útfæra á ýmsan hátt.  Mín niðurstaða er sú að halda sem opnast prófkjör til að hleypa sem flestum að (líka andstæðingunum) og hafa baráttuna stutta eða tvær til þrjár vikur.  prófkjörsbaráttan verði síðan sem mest á vegum flokksins svo ekki verði um fjáraustur að ræða og að hinir efnameira hafi betur.

Nú er lag fyrir áhugasama einstaklinga sem aðhyllast Sjálfstæðishugsjónina að gefa sig fram og hella sér í baráttuna fyrir betra Íslandi.


Formannsframboð

Það má merkja af tíðindum dagsins að það er hafinn formannsslagur í Samfylkingunni.  Fyrst stígur Björgvin fram og segir af sér sem sannarlega er gert til að styrkja hann í komandi baráttu innan síns flokks.  Ekki eru þó allir sáttir við þessa afsögn eins og kemur fram í nýlegu bloggi Oddnýjar Sturludóttur enda nær Björgvin þarna forskot á annan vonbiðil Samfylkingarinnar Dag B Eggertsson. 

Ég verð fyrir mitt leiti að segja að ég hef meiri trú á Björgvin en Degi  þó að þeir stríði báðir við sama veikleikann að það er meira af umbúðum en innihaldi.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg í reikningi

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að að styðja ekki aðildarviðræður með hverjum ætla UJ að sækja um aðild, eini möguleikinn er að þeir myndi ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.  Til að þetta einfalda samlagningardæmi gangi upp og niðurstaðan verði þrjátíu og tveir verður eitthvað mikið að breytast frá síðustu skoðanakönnun.  Ég tel að ástæðan fyrir lélegu fylgi Sjálfstæðisflokks sé ekki stefna þeirra í Sambandsaðild og því á ekki að líta á stefnubreytingu í því máli sem lausn á lélegu fylgi.  Það er reyndar mín skoðun að stjórnmálaflokkar eiga ekki að breyta stefnu eftir skoðanakönunum, stefnubreytingin verður í kosningum.

Getur verið að UJ sé að hvetja fólk til að kjósa Framsókn.


mbl.is UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipt inná til að breyta um leikstíl?

Ég þekki ekki til í Samfylkingu en finnst ótrúlegt að Ágúst Ólafur eigi þarna séns hann er einhvernvegin ekki með.  Varla kemur þingflokksformaðurinn til greina eftir uppljóstrun Jóns Geralds að hann hafi verið í Thee Viking um árið.

Nöfnin sem nefnd eru Fálkamegin eru líklegust en önnur sem hafa heyrst eins og Guðfinna finnast mér ótrúleg.  Ég er nú samt með aðra kenningu og hún er sú að Einar K fari í Fjármálaráðuneytið en Kristján Þór í Matvælaráðuneyti.

Mér finnst þessi nöfn benda til þess að Geir sé að undirbúa eigin stefnubreytingu og stefna að aðildarviðræðum að Sambandinu.  Þetta þykir mér miður, sér í lagi þegar Illugi er þegar búinn að tilkynna okkur óbreyttum flokksmönnum að farið verði í aðildarviðræður án samþykkis Landsfundar.  Að gera það tel ég vera vísasta leiðin til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta er grundvallarmál, öfugt við það sem Geir segir.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurnýjun / Endurnýting

Nú um stundir er stöðugt kallað eftir endurnýjun á forvígismönnum í stjórnmálum og í viðskiptalífinu.  Mikið er hrópað, “út með ...., burt með ....” en aldrei hef ég heyrt hrópað inn með ...., ráðum ....   Það sem ég staldra við, er aðferðin sem beita þarf til að endurnýjun verði í fremstu stöðum.

Ég er þáttakandi eins og áður hefur komið fram, í flokkstarfi Sjálfstæðisflokksins, er þar dindill skv. skilgreiningu Egils Helgasonar.  Þetta er hin eiginlega grasrót, fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins sem myndar Sjálfstæðisflokkinn. 

Það eru ekki alltaf mikil tengsl milli grasrótarinnar og hinna pólitísk kjörnu fulltrúa og stundum minnir  starfið meira á góðgerðarsamtök en stjórnmálaflokk.  Á tímum, eins og núna og þegar 100 daga meirihlutinn tók við í Reykjavík, hverfa sumir stjórnmálamenn af sjónarsviðinu og birtast svo aftur þegar um hægist.  Margir kjörnir fulltrúar taka aldrei þátt í starfi flokksins nema sem starfsmenn borgaranna á þingi eða í sveitastjórnum.  Þannig hafa margir komist áfram í stjórnmálum án þess að hafa nokkru sinni tekið þátt í starfi flokksins heldur einungis hlotið frama í prófkjörum og eða sem launaðir starfsmenn í stjórnkerfinu.

Hlutverk grasrótarinnar er m.a. að standa fyrir prófkjörum, uppstillingum eða öðrum aðferðum sem stilla upp á lista flokksins fyrir kosningar.  Nú er margt sem bendir til að kosið verði fyrr en ella til Alþingis, ef ekki vegna stjórnarslita þá til að endurnýja umboð núverandi ráðamanna til að semja við Sambandið.  Þá er vert að huga að því hvernig endurnýjun, sem svo mikið er kallað eftir, færi fram.  Á þessari síðu hefur til skamms tíma verið skoðanakönnum um hvort undirritaður ætti að huga að framboði í komandi prófkjörum, niðurstaða er ekki jákvæð.  Það kemur mér svo sem ekki á óvart, síðast þegar ég tók þátt í prófkjöri  fyrir alþingiskosningar árið 2006 var mér hafnað, Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi völdu fremur Árna Johnsen og Árna Mathiesen en undirritaðan.

Þannig yrði það einnig núna þó svo ég eða aðrir óþekktir með lítinn aðgang að fjölmiðlum og fjármagni reyndum okkur við framboð.  Flokksmenn (í öllum flokkum) velja þá sem eru þekktir og munu ekki hleypa nýjum röddum að án þess að þær hafi heyrst lengi ergo, engin endurnýjun.

Í grasrótinni sem ég starfa innann Sjálfstæðisflokksins sjáum við nokkuð stór hópur manna og kvenna um að kosningamaskínan vakni þegar á þarf halda.  Þar sem nú er líklegra en hitt að kosningar verði innann skamms, hefur þessi maskína verið sett á “standby” og er að verða tilbúin að kveikt verði á.  Þá er aftur okkar tími og þá er gaman.


Umræða / Áróður

Mjög skrýtin áróðursfrétt um hugsanlega aðild að Sambandi Evrópu var á Stöð2 nú í kvöld.  Þar sagði Baldur Þórhallsson að Íslendingar hefðu tekið upp 20 af 33 samningsatriðum sem semja þyrfti um og þar af leiðandi værum við nánast komin inn.  En hvaða þrettán smáatriði eru þetta sem við eigum eftir að semja um, nú er ég ekki sérfræðingur um Sambandsmál og verð því að skrifa eftir textanum sem hljóp hratt yfir skjáinn:

11.   Landbúnaður og byggðaþróun.

12.   Matvælaöryggi, flutningur dýra og plantna.

13.   Sjávarútvegur.

15.  Orka.

16.  Skattamál.

17.  Efnahags- og peningamálastefna.

22.  Svæðisbundin stefnumál og samræming þróunarsjóða.

24.  Réttlæti, frelsi og öryggi.

29.  Tollabandalög.

30.  Alþjóðasamskipti.

31.  Utanríkis-, öryggis- og varnarmálastefna.

32.  Fjármálaeftirlit.

33.  Fjármála- og fjárlaga ákvæði.

Fréttamaðurinn Telma Tómasson og Baldur hljómuðu bæði eins og þau væru leikendur í “infomercial “ (samblanda af auglýsingu og upplýsingu) fyrir Sambandið.

Atriðin sem eru nefnd hér að ofan eru nú engin smá atriði sem við myndum rumpa af til að klára samning eða eins og hefði verið sagt 2007, kíla á dílinn.  Allt eru þetta grundvallaratriði tilvistar okkar eins og Orkan og Sjávarútvegurinn, alþjóðasamskipti og utanríkismál. 

Ég tek þó eftir einu atriði á þessum lista þar sem ég þykist vita að við höfum tekið upp flestar reglur Sambandsins og það eru reglur fjármagnsmarkaðarins, góðar reglur það...

Meðfylgjandi er linkur í fréttina og ég hvet alla lesendur síðuna til að hlusta á fréttamanninn og viðmælandann og lesa á sama tíma listann yfir atriði sem eftir á að semja um.  Spyrjið síðan ykkur sjálf hvort þetta séu minniháttar mál sem eftir á að semja um.


mbl.is Virk umræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband