27.2.2007 | 18:14
Vinstri Grænt Hægri Snú !
Það má lengi velta sér upp úr nöfnum stjórnmálaflokka. Sjálfur tilheyri ég einum sem ég kýs að nefna Fálkaflokkinn af því að nafn hans á ekki lengur jafn mikið erindi og áður, við fengum jú sjálfstæði (frá Dönum) fyrir rúmum sextíu árum. Annar er Framsóknarflokkur, sem sennilega var á sínum tíma boðberi mikilla framfara en hefur undanfarna áratugi breyst í íhaldsflokk, kannski af því að hann hefur sömu skoðanir og fyrir 90 árum. En flokksnafnið sem mest er að þvælast fyrir mér þessa dagana er Vinstri - Grænir.
Í kvikmyndinni "Með allt á hreinu" var aðal hetjan Harpa Sjöfn, oft var hún kölluð báðum nöfnum oftast þó fyrra nafninu en aldrei Sjöfn. Vinstri - Grænir hafa einhvern vegin komist upp með að merkja sig einungis sem grænir sem er stórmerkilegt því þau eru meira vinstri en græn. Og ég er klár á því að ef þeir komast til áhrifa verður þeirra ekki minnst sem græna flokksins heldur sem vinstri flokksins.
Í nýlegum skoðanakönnunum hefur VG fengið 20% fylgi og ætti því að fá tólf þingmenn, jafnvel þrettán. Það er því áhugavert að sjá hverjir fá þau þingsæti. Hvort það séu þeir sem alla tíð hafa varið umhverfið með orðum sem og gerðum, mæta á hjóli eða með strætó á landsfundi flokksins, eða hvort það séu vinstrimenn, aðallega ættaðir úr bandalagi alþýðu.
Í mjög óvísindalegri könnun sem ég gerði á hverjir myndu fá þingsætin tólf hjá þessum svo misskilda flokki kom í ljós að af tólf væntanlegu þingmönnum voru tíu vinstri (tengd Alþýðubandalagi) og tveir grænir, þær munu ekki hafa komið á hjóli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.