Arðurinn greiddur á morgun.

 

Á morgun 1. mars fær almenningur enn eina uppskeruna af góðærinu sem við höfum lifað við undanfarinn áratug, virðisauki af matvælum lækkar um helming vörugjöld verða felld niður af fjölmörgum vöruflokkum.  Eins og alltaf eru flest allir vinstrimenn á móti skattalækkunum, ég er eiginlega hissa að Forsetinn skuli ekki skerast í leikinn.  Það er jú verið að taka til baka, hluta af því mikla verki sem hann vann sem fjármálaráðherra við skattahækkanir.

 

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið þyrfti að fara að leiðrétta þann mun sem er á skattheimtu einstaklinga annarsvegar og fyrirtækja hinsvegar.  Það var rétt að byrja á að lækka á fyrirtæki enda leysti það úr læðingi (ásamt öðru) mikinn kraft og aukin skattskil en nú er tími kominn til að lækka á einstaklinga og ekkert er betra en að lækka gjöld á matvæli.  Sú breyting sem verður á matarverðinu kemur fólki  með lág laun mun betur en 2000 krónu hækkun á persónuafslætti.

 

En í ljósi þess að nú fer að líða að kosningum spyr ég ykkur:  Hverjir hafa mótmælt þessum lækkunum?  Svarið er: vinstrimenn, og ástæðan jú einhverjir smá eða heildsalar gætu grætt pening með því að lækka ekki strax.  Hvílíkur glæpur!  Mikið betra að ríkið steli þessum peningi af okkur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband