Ekkert eignarnám!

Ég hef verið nokkuð hugsi um fyrirhugaðar virkjanir í neðrihluta Þjórsár.  Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum annarsvegar og það sem "heimafólk" segir hinsvegar.  Fjölmiðlar birta myndir af miklum baráttufundum þar sem er fullsetinn bekkurinn af áköfum andstæðingum.  Heimamenn segja mér, þetta eru mest sessunautar þínir af kaffihúsunum í 101, enda ef rýnt er í myndir frá fundunum þá er það rétt.  Þetta er mest sama fólkið sem mótmælti Ráðhúsinu við Tjörnina.

Getur verið, að þessu hópur atvinnumótmælenda sé að skemma fyrir andstæðingum í "sveitinni", að andlit þeirra, kalli á harðari viðbrögð þeirra sem vilja keyra málið í gegn.  Enn og aftur er okkur hinum sem erum hugsi yfir þesskonar framkvæmdum stillt upp við vegg.  Ert þú með eða á móti?

Ég er hlynntur þessari framkvæmd en ekki skilyrðislaust.  Landsvirkjun á ekki að geta reiknað með að ríki og dómstólar samþykki í sjálfvirkri aðgerð eingarnám lands sem fer undir uppistöðulón og mannvirki.  Þeir verða að semja og kaupa upp það land sem þeim vantar, ef einhver vill ekki selja sama hvaða verð þá á viðkomandi rétt á því.  Það er engin þjóðfélagsleg neyð sem knýr á að ríkið taki landið af réttmætum eigendum þess og afhendi það Landsvirkjun.

Eignaréttinn eigum við Fálkaflokksmenn að verja, líka fyrir okkur sjálfum.


mbl.is Tugir athugasemda vegna Þjórsárvirkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband