Göng um Lónsheiði

Göng um Lónsheiði eru komin á vegaáætlun og er það vel enda leysa þau af hólmi þennan erfiða veg sem fyrir einhver mistök var gerður og hefur aldrei verið til friðs.  Á sýnum tíma var Lónsheiðin erfið yfirferðar og þar var oft ófært vegna snjóa og vatnavaxta en að sama skapi gríðarlega falleg leið með fallegum bergmyndunum (að vísu er allt fallegt í Lóni).  Nokkur ár voru skíðalendur Hornfirðinga í Lónsheiði enda hafa skíðaáhugamenn á þessu landshorni þurft að elta skaflana sem færðust milli fjalla.

Hvalnesið og leiðin um það hefur einhvernvegin orðið útundan í umræðu um vegabætur undanfarinna ára þar til núna.  Má þar um kenna að þetta horn landsins er án fulltrúa á Alþingi sem sér um að úthluta fé og forgangsraða til vegamála.  Ekki hafa málin skánað eftir síðustu kjördæmabreytingu þegar mörk Suður og Norðaustur kjördæma liggja um Hvalnesið og því er vegurinn orðin vandalaus.

Nú hefur orðið breyting á, góðir menn með nýjan leiðtoga Fálkamanna í Suðurkjördæmi hafa komið göngunum á blað.  Þetta verður framkvæmd sem nýtist öllum Íslendingum sem eiga leið austur á land til að njóta nyrðri hluta Vatnajökulsþjóðgarðs og þeirra sem hafa gaman að njóta þess að dást af mannvirkjum við nafnamínshnjúka eða mótmæla þar.


mbl.is Snjóflóðahætta í Hvalnesskriðum afstaðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband