Setjum Framsókn í stjórnarskrá

Það sem gerðist merkilegast í vikunni var sérstak útspil Framsóknar í Stjórnarskrármálinu og snilldarleg viðbrögð stjórnarandstöðunnar við eina af myndmerkingum tilvistarvanda Framsóknar.  Siv hefur áreiðanlega ekki gert sér grein fyrir því hvernig mál myndu þróast og er henni nokkur vorkunn af.  Það hefur sannarlega ekki orðið flokk hennar til framdráttar hvernig mál hafa þróast og alls ekki henni enda miðað við nýjustu könnun verður líkur hennar starf sem þingmaður í vor (í bili).  Enn og aftur sýnir Geir hvað hann er góður „taktíker" með ágætri tillögu um viðbótar við stjórnarskrána enda nokkuð í anda pistils sem ég setti hér á síðuna í vikunni.  Össur sýndi svo ekki verður um villst hvað hann er mikið hæfari stjórnmálamaður en Ingibjörg og greinilega man enginn hver varaformaður flokksins er, en það getur ekkert bjargað Samfylkingunni héðan í frá.  Viðbrögð „soya latte" bandalagsins voru síðan mjög fyrirsjáanleg enda ekki við því að búast að Þeir gætu gert nokkuð annað en að vera á móti.

Nú er að líða að hópflugi Fálkanna og eru málefnanefndir að fara kynna tillögur að að ályktunum.  Það verður sennilega mestur áhugi á Umhverfis og Samgönguályktunum.  Í síðasta hópflugi varð mest deilt um Reykjavíkur flugvöll en mig grunar að um annað verði deilt í þetta sinn og að samframboðsmanni mínum „herra Ísland" takist að koma göngum til Vestmannaeyja þar inn.  Fundur um mitt áhugasvið, fisk, verður nú líkast til fámennur enda varla í tísku þrátt fyrir stjórnarskrárumræðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband