Spjallað yfir uppvaskinu

Eldhúsdagsumræður fóru fram(hjá) þjóðinni í gærkvöldið.  Þetta mun vera versta sjónvarpsefnið sem RÚV ohf neyðist til að senda út enda hræðilegt að selja auglýsingar strax á eftir ræðu Guðjóni A. (talaði hann?).  Legg ég því til að hér eftir verði útsendingunni seinkað þar til kominn er að háttatíma svo að þjóðin hafi ekki áhyggjur að vera að missa af einhverju öðru efni.   

Það heyrðist nýtt hljóð í mörgum þingmönnum stjórnarandstæðunnar, ég gat ekki betur heyrt en að þeir mærðu efnahagsástandið, þrátt fyrir að vera búnir, í allan vetur, að segja okkur hvað við höfum það skítt.  Þeir eru sennilega búnir að átta sig á því að við höfum það nokkuð gott og sennilega betur en nokkur önnur þjóð.  Vissulega eru nokkrir hópar sem þarf að bæta kjörin hjá og er verið að gera eins og aldraðir og öryrkjar.  Hjá þessum hópum er verið að draga verulega úr tekjutengingu bóta og hækkun þeirra nokkuð sem ég hafði sem markmið í afstöðnu prófkjöri Fálkaflokksins í Suður en það voru ekki nógu margir sem tóku eftir því til að ég fengi framgengi. 

Maður vikunnar er sennilega Jón Sigurðsson, hann stóð sig sérstaklega vel á móti Ingibjörgu S. (eða stóð hún sig svona illa?) og var ágætur í gær.  Hann er þó í sömu vandræðum og ég í mínu framboðsbrölti að enginn tekur eftir honum.  Ingibjörg er aftur í stórum vanda og ekki sérstaklega orðheppin sbr. Að tala um “samviskubit“ kvenna sem ástæðu þess að þær fylktu sig um Vinstri G.  En getur verið að hún sé farin að átta sig á því að hún muni ekki komast í ríkistjórn eftir kosningar nema með Fálkunum.  Verður það ekki betra en að vera ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J.  Ég er nokkuð viss um að við getum boðið henni 60/40 meðan hjá Steingrími fengi hún ekki nema 30/30/30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll frændi! við erum sammála um að dagskráliðin ,,Eldhúsdagsumræður" á Alþingi eiga heima á öðrum stað í dagskrá sjónvarpssins - trúlega nokkuð langt  á milli okkar þegar að pólitíkinni sjálfri er komið. 

kv Palli Jóh 

Páll Jóhannesson, 16.3.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei þarna er eg ekki sammála þér þetta er ekki versta efnið sem Sjonvarpið EHF synir ,eða á ekki Rikið það,eða við öll???þetta er ekki vera en leikuskvöld /Halli Gamli XD

Haraldur Haraldsson, 16.3.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband