Uppgangur Vinstri G, niðurgangur í samgöngum.

Nýjasta skoðanakönnun Capacent leiðir í ljós tilfærslu sem ég hef ítrekað bent á í bloggi mínu, frá Fálkum lýðræðis yfir til vinstrimanna í grænum sauðagærum.  Mest er þetta áberandi í mínu heimakjördæmi Suður, þar sem þeir fengu 4,66 % í síðustu kosningum en er spáð nú 19,2 %, rúmlega fjórfalda fylgi sitt.  Ég verð því að hvetja félaga mína að efla til hópflugs og halda okkar merkjum á lofti en um leið að bjóða upp á stefnu sem hljómar ekki virkja, virkja, virkja.  Ég hef ekki orðið mikið var við félaga mína en mér sýnist þau eitthvað vera að gleyma sér. 

Vegamálin virðast ekki vera það sem kjósendur hugsa um miðað við þessar niðurstöður og er það þrátt fyrir hin hörmulega slys síðustu daga.  Ég vil minna á að Vinstri G stóðu í vegi fyrir öllum umbótum í Reykjavík þegar þeir höfðu eitthvað um málið að segja.  En nú þarf að ráðast í að laga Suðurlandsveg frá Selfossi yfir Hellisheiði og byrja hjá Selfossi.  Á fyrirlestri Ólafs Guðmundssonar Formúlu dómara hjá Guðlaugi Þór fyrir síðustu prófkjör kom fram að þessi kafli er einn sá hættulegasti, samkvæmt stöðluðu mati EuroRap, sem liggja út frá Reykjavík. 

Á vestur svæði Suðurkjördæmis hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun og aukin umsvif en vegakerfið hefur ekki fylgt eftir að Reykjanesbraut undanskilinni.  Ég tel að fjármunum ríkisins í vegamálum verði betur varið í að laga leiðirnar út frá Reykjavík frekar en í að færa röðina við Kringlumýrarbrautina til um 500 metra.  Að sjálfsögðu á síðan að bora göng undir Lónsheiði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammmál þer /tökum höndum saman á móti V.G og upphefjum vegina austur og vestur!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.3.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband