Betra veður í EB !!

 

Samfylkingin er við sama heygarðshornið og trúir því að öll okkar vandamál verði úr sögunni þegar við göngum í Evrópusambandið.  Ein helsta ástæðan fyrir því, að mínu mati, að Ísland gangi í EB er að meðalhitastig í Evrópusambandinu er nokkuð hærra en hér á útnáranum.  Það mun hækka til muna þegar við verðum komin í lið með helstu ríkjum Evrópu, Rúmeníu og Búlgaríu.  Hingað til höfum við Íslendingar borið okkur saman við hina bestu, í heilbrigðiskerfi, í menntun, í hagvexti og landsframleiðslu per mann. 

 

Ég þekki nokkuð til í Evrópusambandinu, Frakkland best og þar er nú margt mun lakara en hér, þar á háskólamenntað fólk litla möguleika að finna sér starf við hæfi, þar eru lámarkslaun um eitthundrað þúsund og þrjátíuprósent vinnuaflans er á þeim launum.  Lífeyrissjóðir landsins eru gjaldþrota eða verða það innan tíu ára, mest allur hagvöxtur sem orðið hefur í landinu er vegna sérstakra aðgerða hins opinbera til að minnka atvinnuleysi (fólk er ráðið í vinnu hjá ríkinu).  Þeir eiga (ef ég man rétt) einn háskóla í topp hundrað.  Heilbrigðiskerfið sem er að mörgu leiti mjög gott er að molna innanfrá vegna skorts á fjárfestingu og flytja þarf hjúkrunarkonur inn frá Spáni.

 

En jú víst er þar stöðugleiki sem frekar má kalla stöðnun og matvara er þar ódýrari en rafmagn og vatn er dýrara og það jafnar út sparnaðinn af ódýrum tómötum. 

 

En það er þó tvennt sem íslendingar eiga erfitt með að toppa og það er meðalhitinn og allur þessi æðislegi matur.  En hefur það eitthvað með Evrópusambandið að gera?


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Áframhaldandi útrás hlýtur að kalla á myntbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eitt erða Kári við erum svo litið upplyst um þetta hvað við fáum og kvað þetta kostar okkur,hverju við töpum og allt það,okkur er lika sagt að við seum ekki hæfir i þetta ,getur þu svarað þessu það væri gaman/!!!! burt se frá hitanum!!! /Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.3.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Það eru tveir hópar sem vilja ganga í ESB.  Stjórnmálamenn sem geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir og fólk sem langar í styrki.  En ef hitinn hækkar þá er ég til.

Björn Heiðdal, 3.4.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband