3.4.2007 | 10:57
Ég er á móti beinu lýðræði!
Ég er á móti beinu lýðræði, ég lít svo á að á fjögurra ára fresti ráði ég fólk í vinnu til að sjá um hin ýmsu mál fyrir mig. Stundum verð ég undir og hinir fá að ráða því hver fékk djobbiðen oft er það ég enda bæði raunsær og réttsýnn, ég sé betur með hægra auganu. Ég vil síðan ekki mikið vera truflaður fyrr en eftir önnur fjögur ár (það er líka takmarkað hvað maður nennir að bera út marga bæklinga). Nú er afstaðinn hin undarlegasta tilraun í Hafnarfirði í íbúalýðræði, tilraun sem mynnti nokkuð á Sturlungaöld, þar sem frændur börðust. Margir liggja óvígir og víst að erfitt hefur verið í mörgum fermingarveislum í Firðinum þetta árið enda blóð upp um alla veggi.
Hefði ekki verið betra að við nýttum okkur hið ágæta fulltrúalýðræði og létum atvinnumönnum frændvíga það eftir að kljást. Það er auðveldara að tala um skoðanir Ögmundar með brauðtertu á disknum en að rífast við Nonna móðurbróðir um hvort ég láti Sigga frænda missi vinnuna.
Ég spyr, er einhver búinn að komast að því um hvað var verið að kjósa í Hafnarfirði? Flestir héldu að það væri verið að kjósa um hvort álverið myndi stækki, aðrir hvort áverinu skyldi lokað, enn aðrir virkjað yrði í Þjórsá, hvað var raunverulega kosið um? Er ekki kominn tími til að skoðanalausi bæjarstjórinn seigi okkur hvað það var, ég hélt um tíma að þetta snérist um hvort færa ætti veginn!
Niðurstaðan; Álverið verður stækkað, Þjórsá verður virkjuð, vegurinn verði færður, þetta var allt samþykkt fyrir lifandi löngu og kosningarnar í Hafnarfirði einungis tilraun, ekkert annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Athugasemdir
Þarna erum við ekki sammála Kári ,það er lofað og lofað og sivkið og svikið á 4 ára fresti,en mynni okkar svo bruggðið allt að gullfiskamynni stundum,svo eg tel þetta betra að klósa um stærri mál,en þetta varður alltaf umdeilt,en ekki er betra lyðræði samt til/Halli Gamli P/S það þarf ekki alltaf að haf vit fyrir okkur!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 3.4.2007 kl. 13:58
Já, það eru ekki margir sem eru svona skorinorðir. Ég er ekki sammála þér en þú hefur nokkuð til þíns máls að mínu viti. kv.
Baldur Kristjánsson, 3.4.2007 kl. 21:22
Margt áhugavert í pistli þínum Kári. Mér finnst nú ekki rétt að afskrifa beint lýðræði en það er vandmeðfarið. Bestu kveðjur,
Hjalti Þór Vignisson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:52
Vissulega hefur Kári frændi eitthvað til síns máls..... en betra væri ef hann sæi betur með vinstri auganu
Páll Jóhannesson, 4.4.2007 kl. 23:07
Losum okkur við þingmenn, skipum sérfræðinga í ráðherrastóla og kjósum um fleiri stórmál.
Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 04:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.