6.4.2007 | 13:54
Viljum við kasta lyklinum?
Frjálslyndir brugðust við fylgistapinu á þann eina hátt sem þeir gátu, skiptu um umræðuefni, nú skal það vera innflytjendamál enda brenna þau á mörgum. Þeir bjóða upp á skýran valkost. Skipta um skrá og henda lyklinum! Nýtt Afl hefur tekið völdin í flokknum og alveg hætt að heyrast í Guðjóni A. Ég hef haldið því fram við vini og kunningja að fylgi öfgaflokks í innflytjendamálum sé sennilega tíu prósent, það er að koma á daginn. Ég get ekki sagt að hann sé öfgaflokkur til hægri því það er fátt hægri í því að vera á móti frjálsu flæði vinnuafls. Kaffibandalagið virðist halda enn þó að soyjamjólkin hafi súrnað.
Drykkjufélagar mínir af kaffihúsunum hafa ekki hitt fólk sem hefur áhyggjur af innflytjendur nema þá helst þegar þeir taka leigubíla. En þetta fólk er til og þeir eru ansi margir og sennilega fleiri en þeir sem vilja stoppa virkjun orku landsins eða er þetta kannski sama fólkið. Ég tel marga, sér í lagi eldra fólk, vera á móti nýjum stórframkvæmdum vegna þess að það kallar á fleiri nýja íslendinga og hraðari breytinga en þeir eiga að venjast. Þetta verður sennilega mitt hlutskipti að lokum.
Nú er það svo að álíka margir útlendingar búa erlendis og útlendingar sem búa hérlendis ef farið verður að tillögum Frjálslyndra er líklegt að margir þeirra verða reknir heim. Því er líklegt að laun hækki ekki mikið þó að allir íbúar EB verði sendi heim þá verður öllum íslendingum í Danmörku sendir til síns heima, viljum við fá alla landa okkar sem líkjast Stormi aftur heim (er ég þá kannski líka með Xenophobiu).
Ég mæli með að allir íslendingar lesi bókina Xenophobes guide to the Icelanders ágætt sýn útlendings á okkur mörlandann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur enginn verið að tala um að senda neinn heim, heldur að koma í veg fyrir að hér myndist vandamál.
Ef þú ert hlynntur því að vinnuafl sé flutt hingað inn í stórum stíl, því greidd hlægilega lág laun og komið undir þau lélegum hjöllum, innfætt vinnuafl undirboðið og þarmeð búið til kynþáttahatur sem bitnar verst á þessum nýju Íslendingum sem tala máské ekki málið né þekkja réttindi sín og skyldur þá máttu ata FF auri með ómálefnalegum rökum þínum. Það sem verið er að tala um er að koma í veg fyrir að hér myndist lágstétt og fordómafullt samfélag.
Ef þú skoðaðir umræðuna undanfarnar vikur og skiptir út orðinu 'Frjálslyndir' fyrir innflytjendur, þá sérðu hvar hinir raunverulegu fordómar liggja.
X-F fyrir þá sem eru á móti þrælahaldi.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.4.2007 kl. 14:30
Skyldi Guðjón vera í fríi. Það er líka alveg hægt að vera á móti mannréttindabrotum en fylgjandi innflutningi á duglegum Pólverjum. Sem í flestum tilvikum eru duglegri en latir 101verjar.
Björn Heiðdal, 9.4.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.