6.5.2007 | 19:01
Loksins aðdáandi Friedmans til valda í Frakklandi.
Loksins verða hægrimenn í Frakklandi með leiðtoga sem er hægramegin við miðju í efnahagsmálum. Leiðtoga sem mun einkavæða, opna og hleypa líf í þetta hagkerfi sem var eitt sinn það annað stærsta í Evrópu en er nú í þriðja sæti.
Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hannes Hólmsteinn? Eða er hann ekki síðasti aðdáandi Friedmans? Las um daginn að Friedman væri talinn "yesterday's news", hvað svo sem er til í því.
Auðun Gíslason, 6.5.2007 kl. 19:36
Ég "las um daginn" að þau stjórnvöld sem hefðu farið að meðmælum Friedmans hefðu orðið meðal þeirra fjörugustu í heiminum. Að vísu mælti Friedman með því að myntútgáfa væri áfram einokuð af hinu opinbera en það er önnur saga.
Sarkozy hefur ekki sagt margt sem forsetaframbjóðandi sem gerir hann að sérstökum aðdáanda Friedman. Ég vona samt að hann verði það hið snarasta!
Geir Ágústsson, 6.5.2007 kl. 21:54
Sarkozy er kannski góður fyrir vini sína og vini þeirra en varla Frakkland né Evrópu í heild sinni. Utanríkismál er lang mikilvægasta málaflokkurinn í dag. Þar er nýi forsetinn blautur á bakvið eyrun. Bandarískir Ísraelar sem studdu innrásina í Írak hafa verið duglegir að sleikja Sarkozy og gefa honum góð ráð. Jafnvel eitthvað fleira sem þætti fréttnæmt.
Björn Heiðdal, 6.5.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.