Kvöldið í pólitík

Ég eyddi kvöldinu í að horfa á kappræður leiðtoganna á Stöð 2.  Það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart í annar fyrirsjáanlegum þáttum sem þessum og þá helst heildar upplifunin af leiðtogunum.  Ég verð að segja að Ingibjörg kom mér nokkuð á óvart, það var létt yfir henni og hún sýndi að hægt er að vinna með henni.  Geir var sjálfum sér líkur og bar af fyrir trúveðruleika enda sá eini úr þessum hóp sem hefur áorkað einhverju öðru en að tala og vera á móti.  Það komst vel í gegn að hann er vinalegur náungi í viðkynningu en veit hvenær er rétt að hækka róminn og vera beittur. 

Annars var sjokk dagsins skoðanakönnun RÚV og Morgunblaðsins, Framsókn virðist enn og aftur ætla að komast í gegnum kosningar á vorkunnaratkvæðum.   Ég endurtek orð Geirs og minni alla á, að til tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn er best að kjósa Fálkana.  Atkvæði greidd Framsókn eða Samfylkingu tryggja ekki að þessi flokkar starfi með Sjálfstæðisflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband