Hafnað á grundvelli kynferðis!

 

Hvaða lýðræði er í því að taka konu fram yfir aðra manneskju sem náð hefur betri árangri í lýðræðinu (prófkjöri eða uppstillingu).  Manneskju sem unnið hefur dyggilega, kannski í mörg ár, í að koma sínum málefnum og karakter á kortið, til þess eins að verða hafnað á grundvelli kynferðis. Það finnst mér ekki lýðræði, þar er verið að mismuna fólki á forsendum sem hafa lítið að gera með þeirra eiginleika sem stjórnmálamenn.

 

Ég verð að vona að formaður Fálka noti ekki þessa aðferð þegar hann velur, ásamt þingflokki, sína ráðherra, heldur velji hann besta fólkið og þá sem fengið hafa til þess lýðræðislega kosningu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ert þú með heimildarmenn í herbúðum Samfylkingar og hverjum hefur verið hafnað á grundvelli kynferðis?  Þú veist meira en flestir.  Rólegur á fullyrðingunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ráðherralið hefur alltaf verið valið sem einhvers konar málamiðlun þannig að kjósendur flokksins hafi eitthvað að segja. Þannig hafa ráðherrar komið úr fámennum dreifbýlishéruðum vegna þess að fólki hefur þótt mikilvægt að ráðherrar kæmu úr öllum kjördæmum. 

Finnst þér það þá ekki mikið óréttlæti að t.d. Einar Guðfinnsson hafi verið ráðherra?

 Einnig var á tímum mikilla stéttaátaka reynt að hafa fulltrúa fleiri en einnar stéttar í ráðherraliði t.d. ekki alla lögfræðinga eða kaupmenn.  Núna eru átakalínurnar sem stjórnmálin hverfast um aðrar. Ekki búseta, ekki stétt. Átakalínurnar eru þjóðfélagshópar eins og kyn og verða sennilega í framtíðinni líka nýbúi - síbúi og það er eðlilegt að ráðherrahópurinn endurspegli það. Amk hjá flokkum sem fylgja kalli tímans og eru ekki svona lengi að vakna úr dái eins og Sjálfstæðisflokkurinn.

Samfylking er trú þessi stefnu sinni að vera flokkur sem leggur áherslu á jafnréttismál og hefur höfðað sérstaklega til kvenna. Það er eðlilegt að hugað sé að því að það ekki mikil slagsíða kynja þar. 

Það sést á kosningunum hver úrbóta er mest þörf á Íslandi. Í tveimur kjördæmum þ.e. norðvestur og suðurkjördæmi náði bara ein kona á þing af 19 manna þingmannahópi.

það er eitthvað að í svoleiðis samfélagi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.5.2007 kl. 15:12

3 identicon

Málið er að þarna er verið að leiðrétta það sem upp kom í prófkjörum Samfylkingarinnar, þar sem konum var hafnað á grundvelli kynferðis. Er ánægð með að forystan hafi séð að sér og axli ábyrgð í þessum efnum.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband