24.5.2007 | 09:48
Stefnuskrá Ríkisstjórnar
Það hefur eitthvað verið kvartað undan hvað ég er léttur og geri grín, hér kemur alvarleg úttekt.
Ég er mjög ánægður með stefnuyfirlýsingu Bleikjunnar, hún er góð samsuða úr stefnum flokkana svona "best of". Þarna er inni áframhaldandi stöðugleiki í efnahagsmálum, sjávarútvegsmálum, það verður ekkert stopp í stórframkvæmdum og áfram verður unnið að lækkun skatta. Ekki verður stór stefnubreyting í utanríkismálum þó nýjum herrum fylgi nýir siðir.
Hlúa á sérstaklega að hinu nýja hagkerfi og efla fjárfesta og neytendavernd. Ég hef alltaf verið talsmaður styrkra eftirlitsstofnana enda eru þær forsenda einkarekstur á fákeppnismörkuðum eins og við munum alltaf búa við í okkar litla samfélagi. Allt á hinn besta veg og ekki líklegt að hagvöxturinn minnki í bráð.
Ég sagði það á fjölmörgum stöðum í undirbúningnum að þessar kosningar myndu ekki snúast um tekjuhlið ríkissjóðs heldur útgjaldahliðina, að hin ýmsu "félagslegu" mál væru orðin aðkallandi og þá sér í lagi málaefni aldraðra. Ég treysti Jóhönnu ágætlega til að þróa þar úrræði sem blíva en um leið er ég hræddur um að hún slaki of á klónni gagnvart öðrum hópum og öryrkjum eigi eitthvað eftir að fjölga.
Samgöngumál voru líka ofarlega á blaði, ef ekki efst, af því sem kjósendur vildu sjá átak í og vona ég að Kristján M sjái út fyrir sitt landshorn. Ég trúi því að næsta vegaáætlun verði ekki miðuð við að leysa vanda einstakra byggða heldur verði lögð áhersla á framkvæmdir sem nýtist flestum.
Landbúnaðarráðuneytið er eina ráðuneytið sem ég hefði frekar vilja sjá í höndum Samfó en þó er klárlega kostur að það sé sameinað Sjávarútvegsráðuneytinu. Maður eins og Einar K sem klárlega með rétta prófílinn hefur að ég veit best engan áhuga á landbúnaði annan en að borða afurðirnar og mun því nálgast málefnið sem neytandi en ekki sem bóndi. Einar hefur yfirburðarþekkingu á sjávarútvegsmálum og þarf ekki að eyða miklum tíma í að kynna sér þau mál. Þó er hætt við að lyktin á biðstofunni breytist.
Svo eru það heilbrigðismálin þar er nú tækifæri til að koma á miklum breytingum enda er kerfið orðið ansi þreytt. Koma á inn einkarekstri og hleypa inn aðilum sem reka heilbrigðisstofnanir í hagnaðarskini, eitthvað sem ekki hefur mátt hingað til. Gulli fær tækifæri til að sparka Alfreð út í annað sinn og ráða manneskju sem getur haldið utan um framkvæmd við nýtt sjúkrahús án þess að það fara sexfalt fram ú áætlun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.