Óskeikulir bankamenn

Var að horfa á viðtal við Eirík Guðnason Seðlabankastjóra útskýra afstöðu bankans gagnvart umsókn Kaupþings um að færa reikninga sína í evrur.  Ég verð að segja að hann var mjög sannfærandi og rökin góð, þ.e. að Seðlabankinn geti ekki tryggt Kaupþing lausafé ef slíkt þrýtur í annarri mynnt en íslenskri krónu.  Bankastjórar Kaupþings hljóta að hafa velt þessu fyrir sér og því væri ágætt að heyra þeirra svar við þessum punkti.  Það hefur nefnilega komið fram að hluti af hárri einkunn bankanna hjá matsfyrirtækjunum er geta Seðlabankans og ríkisins til að koma þeim til aðstoðar ef lausafé þrýtur.

Er sjálfsbyrðingsháttur bankamanna sem einu sinni voru íslenskir (þeir búa jú flestir í London) svo mikill að þeir telji sig óskeikula og að þeim muni ávalt takast að fjármagna sig sama hvað gengur á í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt/ þetta var gott vital og þarft!!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.1.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband