25.1.2008 | 10:13
Hinn þögli meirihluti!
Það var sérstakt að horfa á fréttir af ólátum á pöllum Borgarstjórnar í gær. Lítið sem ekkert var minnst á meirihluta gesta sem sátu prúðir í sætum sínum og fyldust með því sem fram fór. Þess í stað var öllum myndavélum beint að borgurunum" sem ofbauð það að meirihlutinn tók ákvörðun. En hverjir voru þessir Borgarar", jú það voru ungliðahreyfingar Vinstri G og Fylkingarinnar, þarna voru formaður UJ, fyrrverandi kosningastjóri Vinstri G og hinir ýmsu atvinnumótmælendur, svei mér þá ef ekki glitti í Saving Iceland.
En það er alveg hægt að vera sáttur við framgöngu þeirra því ekki varð hún málstaðnum til framdráttar. Mér blöskrar líka alltaf þegar vinstrimenn sem hampa Hugo Sjaves um leið og þeir tala um sig sem lýðræðisöfl. Hér á landi notumst við, við fulltrúalýðræði með kostum þess og göllum og kjósum á fjögurra ára fresti. Það byrja prófkjör og forvöl eftir u.þ.b. átján mánuði og þá gefst okkur pöpulnum tækifæri á að koma okkar skoðunum á framfæri. Mitt framlag í því fellst meðal annars í að bera út bæklinga og annað það sem tilheyrir að vera fótgönguliði í Fálkaflokknum.
Lifi hinn þögli meirihluti!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.