Opinská umræða

Hversvegna er það ekki fordómalaus umræða að komast að þeirri niðurstöðu að innganga Íslands í Evrópusambandið sé ekki landi og þjóð til hagsbóta.

Undanfarið hafa Evrópusinnar kallað eftir að opinská umræða fari fram um stöðu íslands gagnvart Evrópusambandinu og nú er búið að setja á enn eina nefndina, tvíhöfða.  Ég hef lúmskan grun um að það komi lítið út úr þessari nefnd, svona þegar ég horfi á hverjir þar sitja.  Illugi hefur legið á nefnd fyrir sjávarútvegsráðherra í sex mánuði án þess að gera mikið og afabarn Sigga ríka er ekki virtur viðlits í eigin flokki og þarf að halda úti einhverskonar útvarpsbloggi á útvarpi Sögu til að einhver hlusti á hann.

Ein helstu rök Evrópuambandssinna fyrir því að við eigum að ganga í sambandið er hin almáttuga Evra. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í títtnefndu Evrópusambandi þegar hin margrómaða Evra var tekin upp.  Þá var hún svo veik að hún féll um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal á einu ári ef ég man rétt.  Hagvöxtur í sambandinu var enginn og vextir fóru í tvö og hálft prósent, útflutningur jókst vegna þessarar lágrar stöðu enda fór evran niður í 0,80 gagnvart dollar, þá var Daimler kátur.  Nú er staðan hinsvegar sú að það þarf nálægt einn og hálfann dollar á móti Evrunni, ég er nokkuð viss um að áðurnefndur Daimler sé ekki kátur.  Vextir í Evrulandi eru enn lágir og hagvöxtur lítill og atvinnuleysi viðvarandi.  Rökin um að við eigum að ganga í Evrópusambandið vegna stöðugrar evra halda ekki enda sveiflast hún eins og aðrir gjaldmiðlar og er eins og íslenska krónan nú um stundir of hátt skráð.

Það er rangt sem menn halda fram að Evran sé okkar mikilvægasti gjaldmiðill enn sem fyrr er það dollar.  Allt ál og þar af leiðandi rafmagnið er verðlagt í Bandaríkjadollar.  Grunnverð helstu fisktegunda heims er skráð í dollar og þó svo íslensk fyrirtæki sendi sína reikninga í annarri mynt þá sveiflast verðin með dollar.  Breska pundið spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir íslensku bankana og líklegast þarf Landsbankinn að hafa sinn ársreikning í enskum pundum vegna hve stór hluti rekstrarins er í þeirri mynt.

Ekki eru lífsgæði betri í Evrópusambandinu.

Ekki er auðlindastjórnun betri í Evrópusambandinu.

Matarverð á 63°N er ekki lægra í Evrópusambandinu.

Það eina sem er betra í Evrópusambandinu er VEÐRIÐ!

Ég er ekki viss um að við getum samið um það við Sambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband