6.2.2008 | 10:09
Úthverfaarkitektúr í miðbænum
Egill Helgason er bendir á bloggi sínu á næstu víglínu á Laugaveginum eða númer þrjátíuogþrjú til þrjátíuogfimm þar sem ÁF hús hyggjast reisa byggingar samkvæmt hönnun sem sómir sér mun betur við Freyjubrunn en á Laugarvegi. Arkitektúrinn svipar nokkuð til hússins sem stendur ofan á bílastæðinu þar sem áður stóð Stjörnubíó. Eins og svo oft áður stillir verktakinn, á heimasíðu sinni sínum, húsum upp við hlið gömlu húsanna sem sami verktaki er búinn að leggja sig í líma við að hugsa illa um og eyðileggja.
Reglur um kynningu á breytingum sem þessum eru þannig háttaðar að enginn má hafa skoðun á breytingunni nema að hann sé leigutaki verktakans. Er það nema von að allir verði hissa þegar stóru gröfurnar mæta.
Það má ekki skilja sem svo að ég sé á móti uppbyggingu í miðbænum en hönnuðir þeir sem taka að sér verkefni sem þetta verða að hafa eitthvað skynbragð á söguna og sýna verkum forvera sinna einhverja virðingu.
Hér er svo tenging á tillögu núverandi borgarstjóra (þegar hann var borgarfulltrúi) um að ekki verði gefið leifi til að rífa þessi hús. Af þessu tilefni talar borgarfulltrúi Dagur B Eggertsson og segir:
"Ágæti forseti, háttvirta borgarstjórn. Hér er í þriðja sinn ekið til umræðu málefni húsa við Laugaveg og meintar niðurrifsheimildir um þau. Og vil ítreka mótmæli við því, mér er ekki kunnugt um að gefnar hafi verið út niðurrifsheimildir fyrir nokkurt þessara húsa og raunar ekki að það séu fyrirliggjandi umsóknir um það. Ég óska eftir því að það verði upplýst hér á fundinum ef að tillöguflytjanda er kunnugt um að svo sé. Að öðru leyti legg ég til að tillögunni verði vísað til skipulagsráðs með sama rökstuðningi og áður og vísa til fyrri bókana í því efni."
Eins og oft áður er ekkert að marka það sem Dagur segi, það eru svo margir fyrirvarar í öllu sem kemur út úr manninum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 09:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.