20.10.2008 | 13:34
Nú er mál að linni !
Ég veit að svona á ekki að hefja skrif sín en mér liggur á að koma þessu frá mér. Á þessum erfiðu tímum situr maður undir því að annar stjórnarflokkurinn gerir lítið að annað en að tala á meðan hinn rær lífróður á annað borðið. Það hefur lítið af tillögum komið frá Ráðherrum Samfylkingar nema aðgerðir sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn mun væntanlega ekki samþykkja og eða Sjálfstæðisflokkurinn.
Nú í rúmt ár hefur maður þurft hlusta á stærsta stjórnarandstöðuflokkinn sem situr í ríkisstjórn, mala endalaust um aðild að Sambandi (hinna viljalausu í) Evrópu. Þrátt fyrir að hafa samið um að ekki yrði gengið í það samband næstu fjögur árin. Er ekki rétt að fara að leifa Samfylkingunni að vera í stjórnarandstöðu, það er það sem þau vilja.
Ég lýsi því hér með yfir að ég styð ekki lengur Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og mun byrja aftur að skrifa hér á Mogga-bloggi í stjórnarandstöðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman að heira frá þér Kári!!! en er ekki betra að berjast innann floks en utan/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 20.10.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.