21.10.2008 | 11:17
Ég talaði við mann.
Ingibjörg reyndi með undarlegum hætti að stimpla sig inn í umræðuna í gær með sögum um að hún hefði hringt í Jens Stoltenberg og Bernard Kouchner. Hver var tilgangurinn með símtölunum og því að segja frá þeim? Það hefur komið fram að Geir hafi oft talað bæði við Jens en einnig við Sarkozy enda Geir vel mæltur á norsku og frönsku. Að einhverjum ástæðum var umfjöllunin ekki áberandi um það enda þarf Geir sem leiðtogi hins vinnandi hlutar stjórnarinnar að tala við marga leiðtoga heims. Ingibjörg sem leiðtogi hins talandi hluta ríkistjórnarinnar þarf að segja frá hverju símtali sem hún skellir sér í það er jú viðburður.
Aðstoðarkona hennar, Kristrún Heimisdóttir náði að sýna okkur hvítuna í augunum á sér nú um helgin í Silfri Egils. Ég hætti að telja við tíu þegar hún af fyrirlitningu á viðmælendum sínum ranghvolfdi augunum í sér og syndi okkur hvítuna. Ég vona að hún verði gerð að talsmanni Samfó í fleiri málum.
Ég vona að Ingibjörg hressist af veikindum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.