11.11.2008 | 11:01
Hverjir seldu Landsbankann
Það gleymist of oft að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki setið einn við völd undandarinn ár. Fyrst var það Viðeyjarstjórn með Alþýðuflokki (Jón Baldvin, fyrir þá sem ekki muna) síðan ríkisstjórn í langan tíma með Framsóknarflokknum og nú loks með Samfylkingunni. Á þessum tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei farið með bankamál, fyrst var það Jón Sigurðsson sem nú er formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins, Jón gerðist síðan pólitískt skipaður seðlabankastjóri en hrökklaðist frá vegna óhóflegra lúxusjeppa kaupa. ÞESSU VIRÐAST ALLIR BÚNIR AÐ GLEYMA.
Það var síðan í verkahring Framsóknarflokksins að ráðstafa bönkunum og setja á fót hið nýja Fjármálaeftirlit. Fyrsti forstöðumaður þar var fyrir tilviljun sonur Páls Pétursson, þáverandi Félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins.
Það hefur því verið kastað ryki í augu fólks með því að beina athyglinni frá bréfinu sem Framsóknarmennirnir að norðan skrifuðu og að slælegri tölvukunnáttu Bjarna.
Fyrir þá sem vilja lesa bréfið á er hér slóðin á það. Bréf
Bjarni segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.