Landsvirkjun einkavædd 2012

Gera landsmenn sér grein fyrir að innganga í ESB þýðir að einkavæða ber öll orkufyrirtækin.  Ekki er ég viss um að stór erlend orkufyrirtæki hafi áhuga á að niðurgriða orkuverð til heimila á Íslandi.  Er ég bjó eitt sinn í því fróma sambandi þá var orkureikningurinn 30% hærri á KWH en hér á íslandi og til að halda reikningum í skefjum fór maður í peysu þegar heim var komið.

Sem frjálshyggjumaður vil ég gjarnan einkavæða orkufyrirtækin en á íslensku forsendum, hið þýska E-On mun ekki láta Alcoa greiða fyrir orkuna inn á reikninga á Íslandi þeir peningar fara annað.

Hér verða því hvorki fiskur né orka sem heldur uppi samfélaginu.


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er ekki Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar mjög heitur fyrir því?

Fannar frá Rifi, 17.11.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ég ávarpa ekki fólk sem ég veit ekki hvað heitir nema með orðunum, "komdu sæll hvað heitir þú með leifi"?

Kári Sölmundarson, 17.11.2008 kl. 11:05

3 identicon

Ágúst Ólafur þykir mér nú bara mjög heitur almennt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég væri nú til í að sjá þessa tilskipun líka og býst við að þú verðir við því þar sem ég skrifa undir nafni.

Svo set ég líka stóran fyrirvara við það að peningarnir sem Alcoa borgar fyrir rafmagnið komi heim. Veit ekki betur en að þeir fari allir í að borga af lánum - sem vel að merkja eru með ríkisábyrgð!

Staðreyndin er sú að enginn flokkur á Íslandi hefur beitt sér fyrir jafn stór-kost-legum ríkisframkvæmdum og hinn meinti frjálshyggjuflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn.

Þegar var búið að ganga á milli allra hugsanlegra aðila á einkamarkaði til að fjármagna ævintýrið án árangurs var þrautalendingin sú að ríkið myndi ábyrgjast pakkann.

Dofri Hermannsson, 17.11.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Kári Sölmundarson

upplýsingarnar er að nálgast í næstu færslu

Kári Sölmundarson, 17.11.2008 kl. 16:35

6 Smámynd: Kári Sölmundarson

Það er búið að hafna mér í prófkjöri, fálkafélagsmenn í Suðurkjördæmi kusu frekar Árnana en mig........

Kári Sölmundarson, 17.11.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband