17.11.2008 | 11:24
Innri markaður ESB með orku
Einhverjir sem ekki vilja segja til nafns eru að efast um að Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur muni verða einkavædd.
það er grundvallarregla í ESB að ekki má mismuna borgurum ríkjanna, þetta felur meðal annars í sér að ríkisábyrgð á lánum fyrirtækja í einu landi er bönnuð. Aðildarríki Sambandsins hafa farið þá leið til að losna frá ríkisábyrgð að einkavæða orkufyrirtækin, þannig er EDF (Electronique de France) einkavætt og AREVA stærsti framleiðandi rafmagns með kjarnorku í Evrópu einnig einkavæddur.
Við þurfum því ekkert að veltast í vafa um að sama krafan verður gerð um að eignarhald íslenskra orkufyrirtækjaverður opnað.
Fyrir þá sem vilja fræðast um orkustefnu sambandsins er bent á vefslóðina:
http://ec.europa.eu/energy/index_en.htm
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er löngu löngu vitað En Samfylking gegn Íslandi hefur reynt að loka augunum fyrir þessu, sem og því, að Bretar og aðrir ,,vinir okkar" í Evrópu munu hafa öll ráð okkar í sinni hendi ef við förum þarna inn fyrir dyr.
sjálfstæði í ákvörðunum um hvaðeina verður ekki um að tala, hvorki um fisk, orku eða grænmeti. Allt í hendi Breta og annarra ,,vina okkar" í Evrópu svo vel sem það nú fer allt saman.
Miðbæjaríahldið
Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 11:40
Jón, lestu reglugerðina !!! Svona líta þær allar út, hvort sem um er að ræða reglugerð um orkumál eða agúrkur enda hef ég lesið þær nokkrar sem varða fisk.
Annars var ég að útskýra í blogginu hversvegna þarf að einkavæða, til þess að losa fyrirtækin við ríkisábyrgðina. Ríki og opinberir aðilar verða að hverfa af markaðnum þegar einkafyrirtækið kemur inn á það, þá ríkir ekki jafnræði þar sem annar aðilinn er ríkisstyrktur, við höfum nýlegt dæmi þegar símamarkaðurinn var opnaður hér á landi.
Það væri áhugavert ef Dofri og nafnlausa gungan segðu okkur nöfn á stórum orkufyrirtækjum sem eru 100% í eigu hins opinbera í löndunum 15.
Kári Sölmundarson, 17.11.2008 kl. 21:56
Kannski gott að nafnlausa gungan lesi þessa frétt á Reuters
Þetta er að gerast eins og það mun gerast hér........
Kári Sölmundarson, 17.11.2008 kl. 22:02
Af heimasíðu nefnds félags:"Vattenfall is now the only major non-listed power utility in the EU."
Kári Sölmundarson, 17.11.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.