Að lifa í ESB

Öfugt við flesta sem hér tala fjálglega um hið góða við Evrópusambandið þá hef ég starfað þar í öðrum af þeim tveim fremur gamaldags iðnaði sem mun halda okkur gangandi næstu árin.  Ég vann í fiski í ESB.  Ég var nánar tiltekið í Frakklandi og tók þátt í fyrstu útrásinni þega við ætluðum að kenna öllum hinum hvernig átti að selja fisk.  Ég get því talað af reynslu sem nýbúi og það sem alvöru nýbúi ekki sem námsmaður í einhverjum partí háskólabæ þar sem flestum finnast bláeygðir (í báðum merkingum þess orðs) Íslendingar merkilegir. 

Eftir þessa reynslu mína get ég fullyrt að við fáum það sem flestir íbúar ESB vilja með EES og losnum við það sem enginn vill nema stjórnmálamennirnir, að allir verða eins.  Fólkið í ESB hefur margoft hafnað því sem stjórnmálamennirnir vilja í kosningum en lausn þeirra er að láta kjósa aftur og aftur og aftur, ætli það verði ekki raunin hér.

Hér á bloggsíðunni hefur komið fram vantrú á það sem ég hef sagt um orkugeirann og sjávarútvegsmálin í ESB og það meira að segja frá mönnum sem hafa það að atvinnu að mæra Sambandið.  Ég er upp með mér, því eins og segir einhverstaðar, af óvininum skaltu þekkja þá.

En nú verð ég að gera hlé á bloggi í nokkra daga þar sem ég á erindi við Sambandið og bið ykkur vel að lifa á meðan.

Fyrir þá sem finna fyrir löngun til að kjósa mig á þing, þá fenguð þið tækifæri 2006 og kusuð frekar Árna Matt og nafna hans Johnsen.....

Kveðja, lopapeysuíhaldið í þingholtunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú mátt trúa mér þegar ég segi að ég væri til í að skipta út öllum þingmönnum þíns flokks bara fyrir þig. Já þitt fólk sýndi af sér afar mikið dómgreindarleysi þegar það valdi þessa slugsa og samnafna í stað þess að velja þig. Mundu Kári minn þolinmæðin þrautir vinnur allar og farðu að undirbúa prófkjör og felldu einhvern slúbertinn og láttu til þín taka á þingi. Nú er sko komin tími að taka til í þingheimi - já í öllum fjandans flokkunum. 

Páll Jóhannesson, 17.11.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband