20.11.2008 | 22:11
Frá Sambandi Evrópu
Ég er nú nýkomin frá sambandi Evrópu og átti þar meðal annars samtöl við lánadrottna okkar, fólk sem átti fé á reikningum Icesave. Þau voru okkur Íslendingum ekki reitt en fannst þeirra eigin stjórnvöld hafa klúðrað mörgu, það hafa jú bankar líka farið á hausinn í Evrópu. Haft var á orði að fólk hafi tekið áhættu og ekki hagnast á því en því fannst ófyrirgefanlegt að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar lögðu mikinn pening inn á þessa reikninga og sá peningur er glataður. Það er nefnilega eitt að tapa sínum peningum sjálfur en að hið opinbera tapi peningum.
Sparifjáreigendurnir sögðust aldrei hafa efast um að fá aftur peninga sína en var þó farið að lengja eftir að komast í þá. Þeir eru ennþá vinir okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.