21.11.2008 | 10:04
Loksins !!!
Loksins stígur einhver þingmaður fram og gagnrýnir þingmenn og ráðherra Samfylkingar fyrir gunguskap. Það er að verða mjög þreytandi að hlusta á samstarfsflokkinn vera stöðugt að biðja um kosningar á sama tíma og þeir heimta afsagnir og inngöngu í Sambandið.
Við fótgönguliðarnir í Flokknum erum sammála Geir og erum ekki hræddir við kosningar ef þeirra gerist þörf en fólk sem ekki langar lengur að vinna vinnuna sína á þá að hætta og gera eitthvað annað.
Ef til mín verður leitað mun ég íhuga framboð í næstu prófkjörum en ég hef nú reyndar ekki miklar áhyggjur af því. Framboð af mér hefur verið meira en eftirspurnin....
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.