Mótmæli mótmælum.

Ég sótti fjölmennan mótmælafund í Háskólabíói í gærkveld sem er mjög merkilegt fyrir mig, því ég er á móti mótmælum og sýni það í verki með því að mæta aldrei.  Nema núna.

Ég var þó ekki í sömu erindagjörðum og flestir hinir sönnu mótmælenda því ég hafði af því veður seinnipartinn í gær að margir ef þeim sem boðaðir höfðu verið myndu mæta.  Ég klæddi mig því upp í fínustu lopapeysuna sem mamma hefur prjónað fyrir mig og fór úr stífpressuðum taubuxunum í gamlar vinnubuxur, til að falla betur í hópinn.  Mig langaði að sjá hvernig mótmælendurnir brygðust við þegar þeir sem þeir mótmæltu mættu þeim andlits til andlits.  Ég verð að játa að öfugt við það sem ég áður taldi eru mótmælendur líka fólk, bara ekki jafn gáfað og ég.........

 

Um leið og ég set fram þessa skoðun geri ég ráð fyrir að mótmælendunum finnist ég ekkert voðalega gáfaður.

 

Vel að verki staðið hjá Jóni og félögum.

 

Jú ég gleymdi einu, setning kvöldsins var: “þið eruð ekki þjóðin”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband