Kostir við Sambandið

Árni Helgason fer yfir kosti þess að ganga í Evrópusambandið á Sósaldemókratíska vefnum Eyjunni og listar upp kostina við það að taka upp evru (sem við þurfum að venja okkur á að heitir EURO) en fer ekki yfir ókostina við það að ganga í Evrópusambandið.
Eini þátturinn sem hann minnist á að sé neikvæður er samningstaða okkar gagnvart flökkustofnum. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér grein fyrir hvað flökkustofnar eru, hér er því stuttur listi yfir þá sem ég man eftir í fljótu bragði:
Úthafskarfi
Loðna
Norsk Íslensk Síld
Kolmuni
Makríll
Þorskkvóti í Barentshafi

Án þess að ég hafi reiknað það í smáatriðum þá giska ég á að útflutningsverðmæti afurða úr þessum stofnum sé 30 milljarðar og hefur í gegnum tíðina verið mun meiri. Ef við missum 30% af þessum veiðiheimildum þá er viðskiptajöfnuður síðastliðins október farinn fyrir lítið.

Þetta er einn ókostanna við Sambandið og þeir eru margir fleiri.  Ég og Árni eigum þó eftir að rökræða þetta í lok janúar á Landsfundi Fálkaflokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband