Skoðanir Egils

Egill Helgason ætti að skipta um nafn á þættinum sínum og skíra hann Skoðanir Egils.  Ég stúderaði panelinn hjá honum í síðasta þætti og Það er nú svona ákveðið þema í fólkinu sem kemur í þáttinn hjá honum.  Flest fólk sem er svona út á jaðrinum en með skoðanir sem líkjast skoðunum Egils og eru aldrei spurðir gagnrýnum spurningum.  Hér er listi yfir síðustu viðmælendur Egils og greining á þeim.

Katrín Oddsdóttir, Anarkisti
Sigurður Ingi Jónsson, Frjálslyndir
Ástráður Haraldsson, Vinstri Grænir
Kristinn Pétursson, Andstæðingur kvótakerfis og Sjálfstæðis.
Vilhjálmur Birgisson, Verkalýðsformaður
Einar Árnason, Hagfræðingur BSRB
Gunnar Axel Axelsson, Formaður Samfylkingarf. Hafnarfjarðar
Ragnar Þór Ingólfsson, Verslunarmaður
Vilhjálmur Þorsteinsson, Fulltrúi Samson í CCP og Verne
Guðrún Heiður Baldvinsdóttir
Benedikt Jóhannesson, Hefur verið í Sjálfstæðisflokknum er nú í Sambandsflokknum
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

Fæstir eru rétt titlaðir eða kynntir í kynningu, formaður Samfylkingarfélags Hafnarfjarðar er titlaður viðskiptafræðingur og bloggari síðast. Einar Árnason er titlaður hagfræðingur og gleymist að kynna hann sem hagfræðing BSRB. Allt lýtur að því að Egill er að kalla fram sína eigin skoðun og er í hlutverki hljómsveitarstjóra við að mynda sitt eigið “collage” (fr. klippimynd).

Ef ég væri Sóley Tómasdóttir þá myndi ég kvarta undan hvað þarna vantar hefðbundna Sjálfstæðismenn án öfgaskoðana en á móti aðild að Sambandinu. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun voru þetta 70% af Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband