3.12.2008 | 09:45
Félagið sem átti að vernda fólkið fyrir bönkum
Hvar voru góð ráð Neytendasamtakanna þegar peningasölumennirnir seldu fólki sjóð - 9 sem örugga fjárfestingu.
Sótt verði um aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég hef nákvæmlega ekkert álit á neytendasamtökunum. Sérstaklega vegna þess að þau predika alltaf að flytja inn erlendan varning. Ef samtökin hefðu fengið að ráða þá hefðu öll höft á innflutningi verið felld niður án þess að fá nein erlend höft felld niður á móti. Ef samtökin hefðu fengið að ráð þá hefði íslensk framleiðsla á mörgum afurðum lagst af eða orðið ennþá dýrari en hún er í dag (vegna minni framleiðslu og minni hagkvæmni hefði hún orðið munaðarvara). Þá væru heimilin í dag að horfa upp á að stór hluti matarkörfunnar, smjör, ostar, jógúrt, skinka, kjúklingur, lambakjöt og nautakjöt auk nánast alls grænmetis væri erlent og hefði því hækkað um 80% síðustu vikurnar.
Neytendasamtökin eru ekki mín samtök og bera ekki minn hag fyrir brjósti.
gummih, 3.12.2008 kl. 10:45
Ef þú flettir nokkur ár aftur í tímann í þessu bloggi á finnur þú þessa gagnríni sem þú spyrð eftir.
Það á enginn að vera undanskilinn gagnrýni eða ábyrgð, ég og þú öxlum okkar með því að borga reikningana meðan við getum. Aðrir sæta ábirgð á hinsta degi þ.e. kjördegi.
Kári Sölmundarson, 3.12.2008 kl. 13:54
Afsakaðu Jón, þetta er rétt hjá þér ég spáði ekki fyrir um sjóð 9.
Kári Sölmundarson, 3.12.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.