4.12.2008 | 22:45
Sambandsnefnd
Á fundi á vegum Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fékk ég í fyrsta sinn í dag kynningu á Sambandsnefnd Flokksins og hverjir eiga að leiða einstaka vinnuhópa. Eftir þá kynningu verð ég ansi hugsi yfir þá vegferð sem forysta flokksins er að fara í með þessu starfi. Í flesta hópa virtust raðast Sambandssinnar en fá nöfn sá ég af efasemdamönnum um aðild.
Miðað við þá stemmingu sem ég upplifi hjá Sjálfstæðismönnum sem á vegi mínum verða þá finn ég fyrir engum áhuga á Sambandsaðild og jafnvel tilfinningaheitri afstöðu gegn aðild. Almennt er þetta fólk sem hefur verið virkt í flokknum og er líklegt til að mæta á landsfund og vera virkt. Ég held því að forysta flokksins sé því að leggja upp í ferð þar sem hún mun reka sig á vegg flokksmanna sem er henni ósammála.
Nú get ég ekki útilokað að á vegi mínum verði einsleitur hópur manna og kvenna sem aðhyllast hina sönnu Sjálfstæðis hugsjón sem hefur verið grunnar að öllum stefnum flokksins frá stofnun. Hitti ég kannski einungis fólk úr slorinu eða bændur?
Hvað sem verður klárar flokkurinn sín mál með sæmd þó svo einhverjir af hans leiðtogum þurfi að viðurenna sig sigraða. Nú eða einhverjir Dindlar.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.