Skipt inná til að breyta um leikstíl?

Ég þekki ekki til í Samfylkingu en finnst ótrúlegt að Ágúst Ólafur eigi þarna séns hann er einhvernvegin ekki með.  Varla kemur þingflokksformaðurinn til greina eftir uppljóstrun Jóns Geralds að hann hafi verið í Thee Viking um árið.

Nöfnin sem nefnd eru Fálkamegin eru líklegust en önnur sem hafa heyrst eins og Guðfinna finnast mér ótrúleg.  Ég er nú samt með aðra kenningu og hún er sú að Einar K fari í Fjármálaráðuneytið en Kristján Þór í Matvælaráðuneyti.

Mér finnst þessi nöfn benda til þess að Geir sé að undirbúa eigin stefnubreytingu og stefna að aðildarviðræðum að Sambandinu.  Þetta þykir mér miður, sér í lagi þegar Illugi er þegar búinn að tilkynna okkur óbreyttum flokksmönnum að farið verði í aðildarviðræður án samþykkis Landsfundar.  Að gera það tel ég vera vísasta leiðin til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta er grundvallarmál, öfugt við það sem Geir segir.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband