Léleg í reikningi

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að að styðja ekki aðildarviðræður með hverjum ætla UJ að sækja um aðild, eini möguleikinn er að þeir myndi ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.  Til að þetta einfalda samlagningardæmi gangi upp og niðurstaðan verði þrjátíu og tveir verður eitthvað mikið að breytast frá síðustu skoðanakönnun.  Ég tel að ástæðan fyrir lélegu fylgi Sjálfstæðisflokks sé ekki stefna þeirra í Sambandsaðild og því á ekki að líta á stefnubreytingu í því máli sem lausn á lélegu fylgi.  Það er reyndar mín skoðun að stjórnmálaflokkar eiga ekki að breyta stefnu eftir skoðanakönunum, stefnubreytingin verður í kosningum.

Getur verið að UJ sé að hvetja fólk til að kjósa Framsókn.


mbl.is UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ætli þau telji ekki að eftir kosningar verði hægt að mynda stjórn sem vill fara í samningarviðræður. Það eru góð rök fyrir því að fara í viðræður líka meðal þeirra sem vilja að Ísland sé utan ESB og því ekki útséð með að Samfylkingin geti myndað stjórn með þeim og leyft þjóðinni svo að ákveða þetta sjálfri.

Þess utan er það eðlilegt að ef flokkur telur ákveðna ákvörðun forsendu þess að landið komist upp úr efnahagskreppu að þá sé það líka forsenda þess að hann sitji í stjórn. Það er ábyrgðarleysi að sitja sem fastast ef þú telur þetta vera tapað spil án ESB. Þá er betra að þeir sem telji sig geta fundið aðrar lausnir fái að reyna þær.

Héðinn Björnsson, 15.12.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hmm, ertu búinn að eyða miklum tíma í stjórnmálaskóla Sjallanna núna? Hentar þér greinilega vel að gleyma hérna næst stærsta flokki landsins, Samspillingunni, í þessari vangaveltu.

Veit ekki með þig, en í síðustu könnun sem ég sá voru VG stærstir, Samspillingin(lesist Samfylkingin) í öðru sæti og Sjálftökuflokkurinn(lesist Sjálfstæðisflokkurinn) í því þriðja.

Hvaða könnun ert þú að vitna í Kári?

Baldvin Jónsson, 15.12.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Baldvin virðist líka hafa fallið í stærðfræði. 

Ef kosið yrði núna í kjölfar stjórnarslita og atkvæði féllu, eins og í skoðanakönnuninni sem Baldvin vitnar í, verður ekki meirihluti fyrir aðildarviðræðum að Sambandinu.

þar af leiðandi er þetta skrítin lógík UJ, það er ekki hægt að mynda stjórnina sem þeir vilja, það er ekki meirihluti fyrir henni.

Kári Sölmundarson, 15.12.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég get nú ekki haldið því fram að í mínu námi sé stærðfræði mín sterkasta hlið, en hér er hins vegar augljóslega á ferðinni misskilningur bara. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir að vísa eingöngu til þeirra er styðja aðildarviðræður.

Það lítur þó útfyrir eftir nýjustu yfirlýsingar frá t.d. varaformanninum þínum og fjármálaráðherra að það liggi fyrir hvað landsfundur eigi að samþykkja og VG hafa sömuleiðis mýkst mikið gagnvart aðildarviðræðum.

Persónulega er ég fylgjandi viðræðum (framlagingu skilyrða ESB eins og ég hef kosið að kalla þær viðræður) og mótfallinn inngöngu. Ég trúi því hins vegar að með því að fá skilyrðin á hreint fyrir þjóðina alla að þá sjái fólkið að sér og vilji ekki inn.

Það gengur nefnilega afar stór misskilningur sem er í því fólginn að við séum með nánast alla reglugerðina nú þegar í EES samningnum og lítið myndi breytast. Ef ég man rétt var það einmitt hérna á blogginu hjá þér sem að ég sá upptalningu einhverra þeirra atriða sem eftir standa og var það efnismikill listi.

Staðreyndin er trúi ég, að við erum í gegnum EES samninginn nú þegar með ALLT ÞAÐ hagræði sem að frá ESB getur komið. Allir samningar héðan af eru væntanlega aðeins skerðing á núverandi réttindum okkar.

Baldvin Jónsson, 15.12.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Kári Sölmundarson

Nú erum við 75% sammála Baldvin.

Ef við ætlum ekki að ná samningum við Sambandið, þá eigum við ekkert að byrja viðræður.  Það er rökleysa að fara í viðræður sem við ætlum ekki að klára með jákvæðum samningi (sem við fáum ekki).

Kári Sölmundarson, 15.12.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rökin fyrir viðræðum væru bara þau að flýta fyrir þjóðarsátt um að ganga EKKI í ESB.  Værirðu ekki fylgjandi því að koma þessu máli sem hraðast frá?

Baldvin Jónsson, 16.12.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband