Komum að nýju fólki

Ég hef áður fjallað um áhyggjur mínar af því hvernig best er að endurnýja sem mest hóp þingmanna.  Sjálfur hef ég reynslu af því hversu erfitt það er að „slá í gegn" í prófkjöri, eftir að Sunnlendingafjórðungur hafnaði mér eftirminnilega og valdi Árna M og Árna J í minn stað. 

Nú um stundir tek ég þátt í innra starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og á næstu dögum verður það hlutskipti mitt, ásamt félögum mínum í stjórn Varðar, að leggja fyrir félagsfund hvernig best verður staðið að forvali á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Það eru fyrst og fremst tveir möguleikar í boði, uppstilling eða prófkjör.  Kostir uppstillingar eru að á þann hátt er hægt að koma að fólki sem ekki er til búið að fara þann slag sem prófkjörum fylgja.  Ókostirnir er að algert ógagnsæi ferlisins við að velja á listann, ég tel að þessi leið ófæra í því ástandi sem við búum við í dag.

Prófkjör er því líklegasti kosturinn en þau má útfæra á ýmsan hátt.  Mín niðurstaða er sú að halda sem opnast prófkjör til að hleypa sem flestum að (líka andstæðingunum) og hafa baráttuna stutta eða tvær til þrjár vikur.  prófkjörsbaráttan verði síðan sem mest á vegum flokksins svo ekki verði um fjáraustur að ræða og að hinir efnameira hafi betur.

Nú er lag fyrir áhugasama einstaklinga sem aðhyllast Sjálfstæðishugsjónina að gefa sig fram og hella sér í baráttuna fyrir betra Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband