Sagnfræði

Ég leifi mér að stela af kommentakerfi Egils færslu eftir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing.  Það var þetta sem ég átti við með sögubækurnar.

Einar Sveinbjörnsson
26. janúar, 2009 kl. 23.14

Líkindi atburðanna í dag við ris og fall Alþýðuflokksins 1978-1979 er ískyggileg. Þá vann Alþýðuflokkurinn stórsigur í kosningum 1978 og fór í ríkisstjórn. 14 manna þingflokkur var samsettur að mestu af hálfgerðum villingum, títtnefnd Jóhanna var ein þeirra. Þanþol þessa fólks í ríkisstjórninni var ekkert, það átti að lofta út og guð má vita hvað. Á endanum var stjórnin sprengd í tætlur á félagsfundi Krata á Loftleiðum á meðan foringinn, Benedikt Gröndal var í útlöndum. Mig minnir að hann hafi verið utanríksráðherra. Ólafur Jóhannesson boðaði til kosninga í kjölfarið og fram að þeim tók við minnihlutastjórn þessa sama Benedikts Gröndal.
Þá var óðaverðbólga í landinu, fyrirtækin á haustnum og æpt var á efnahagsaðgerðir.

Ekki veit maður hvaða óskapnaður verður hér við stjórnvölinn áður en vika er liðinn, en minnihlutastjórn verður það sennilega og það væntanlga undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttir. Hringnum er þar með lokað á 30 árum og takið eftir að óróleikaárin enda bæði á 9 !

Í stað Alþýðuflokks er komin Samfylking. Hún kunni ekki frekar en Kratarnir á sínum tíma að fara með nýfengið vald í kjölfar kosningasigurs, sundurlyndið og óþreyjan varð þeim að falli. Þess má geta að Alþýðuflokkurinn bar ekki sitt barr að nýju fyrr en að 6-7 árum liðnum eftir að hann skaut sig sjálfan í löppina á Loftleiðum haustið 1979.

Hver skyldu örlög Samfylkingarinnar verða nú ? Veldur hver á heldur !

ESv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband