Skattmann í sjónvarpi

Indriði H Þorláksson var í Kastljósi í gær og ræddi þar breytingar sem hann vildi gera á skattkerfinu.  Indriði er fyrrverandi Ríkisskattstjóri og meðal frómustu verka hans í því starfi var að reyna að innheimta skatt af blaðburðardrengjum.  Annað sem einkenndi feril Indriða að á því tímabili sem hann var Skattstjóri var nánast aldrei ráðist gegn skattsvikum stærri rekstraraðila en því meira aukið skattpíning og eftirlit með einstaklingum.  Það var ekki fyrr en Þorlákur fór á eftirlaun að hann beindi sjónum sínum að skattaparadísunum og vildi ná í peninga sem þangað flæddi.

Nú stígur hann fram og það eina sem hann kann sem skattstjóri er að ráðast á meðal manninn, sem er of blankur til að ráða sér dýrann skattalogfræðing en of „ríkur" til að sækja um styrk hjá hinu opinbera.  Ætli þetta séu hin svokölluðu breiðu bök sem nú á að herja á.

Breiðu bökin er sá hópur sem Vinstri G sækir minnst af sýnu fylgi til og eru því ónæmir fyrir því að egna hann til reiði, það sama verður ekki sagt um hina flokkana sem allir eiga sitt kjarnafylgi í honum.  Hvað verður um fylgi Samfó þegar kjósendur hennar fá á sig 10% hátekjuskatt ég gruna einhvernvegin að þeir muni hlaupa hratt í aðrar áttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Örn Jóhannesson

Athyglisverðar færslur þessi og sú næsta fyrir neðan. Sjálfur hef ég talið mig hógværan hægriman, markaðskrata eða allt þar á milli. Enginn flokkur höfðar neitt sérstaklega til mín af því gnægtarborði sem hér er í boði. Hvað um það.

Hvað fyrri færslu varðar er kannski til í ýmsu sem þú segir, sérstaklega að lítð var elst við "grunsamlega" rekstraraðila.

Hvað fyrri færslunua áhrærir vantar rökstuðning. Þetta er bara gamla góða skattagrýlan (sem maður hætti að trúa á 16 ára).

1. Af hverju setur þú samasem merki milli VG og lægri tekna?

2. Hærri skattar. Bendi á að hlutfall skatttekna af þjóðartekjum fór hækkandi í tíð Sjálfstæðisflokks sem segist vera skattalækkunarflokkur. Skattbyrði fluttist af þeim tekjuhærri niður á þá tekjulægri (á sama tíma að hátekjur urðu að ofurtekjum). Þetta er staðfest í skýrslu fjármálaráðuneytissins, gerð á lokamánuðum ÁM sem fjm.ráðherra. Einnig má benda á þá stefnu sjálfstæðisflokksins í tugi ára að einbeita sér frekar að óbeinum sköttum og neyslusköttum sem og ýmsum "notendagjöldum" t.d. í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Slík skattheimta kemur augljóslega verst við þá sem minnstar hafa tekjurnar, en best við þá sem hafa meiri tekjur en rétt duga (eða tæplega) fyrir framfærslu.

3. Lélegri þjónusta, hmm af hverju?

4. Óreiða, hmmm, hvernig þá?

5. Óeining, hmmm? Borgarstjórnarflokkur Sj.fl. ?

6. Hyglun minnihlutahópa. Kaupendur Landsbanka og Búnaðarbanka hafa þá tilheyrt e-m "óþekktum meirihlutahópum - eða hvað?

Kristinn Örn Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 18:57

2 Smámynd: Kári Sölmundarson

1.  Hærri skattar á einstaklinga og fyrirtæki leiðir óhjákvæmilega til lægri tekna.  VG hefur hingað til talað fyrir hærri sköttum og ég geri ráð fyrir að þeir fylgi því eftir.

2.  Hlutfall skatta af þjóðartekjum fór hækkandi vegna mikillar neyslu landans, flatskjáir, jeppar og þ.h. bera vörugjöld (skattar) og juku tekjur ríkissjóðs.  Ég valdi að kaupa mér ekki jeppa eða flatskjá og borgaði þar af leiðandi minni skatta en ella. Að treysta á þesskonar skattstofna þýðir aftur á móti að ríkið má ekki skulda mikið en það gerir það reyndar núna eftir fall bankana.  Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru ekki bara tekjur heldur líka hindrun til að minka að þeir sem ekki þurfa að nýta sér dýra þjónustu gera það.  Kvef læknast á 7 dögum það þarf ekki að fara til læknis.

3.  Það er stefna Vinstri G að hið opinbera sjái um alla þjónustu sem að öllu jöfnu þýðir verri þjónusta.

4.  t.d Reykjavíkurborg undir stjórn R-lista

5.  Sannarlega ríkti óeining í fálkahópnum í Rvík, heila sex mánuði.  Þetta er viðvarandi ástand í fylkingunni og Vinstri G.

6.  Ég vitna í  Valgerði Sverrisdóttir "Ég seldi bankana", spurðu hana, hún er ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Svo sannarlega hefði margt mátt betur fara undanfarin 17 ár og það er tímabært að endurnýja forystu Fálkaflokksins og hugsa upp á nýtt stefnumálin.  Ég leyfi mér samt að fullyrða að flest er skárra Vinstri G og Samfó, meira að segja Framsókn er meira sexý.

Kári Sölmundarson, 4.2.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband