Valdsjúkir bolsjevikar

Alveg er það merkilegt hvernig vinstrimenn bregðast við þegar þeir komast til valda.  Þeir sjá andskotann í hverju horni og hika ekki við að beita fantabrögðum sem þeir hafa í áraraðir sakað aðra um. 

Getur ekki einhver sálfræðingurinn fjallað um þetta, mig minnir að það heiti "yfirfærsla" að sjá sjálfan sig í öðrum.


mbl.is Baldur í leyfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þú ert greinilega hægri maður eins og þú segir sjálfur en hógvær ertu ekki. Spillingarsprotar sjálfstæðisflokksins eru ótrúlega víða í kerfinu eftir allt of langa valdatíð spillingarforkólfanna. Það er ótrúlegt hve margir hlynntir spillingarflokknum seldu akkúrat einmitt rétt áður en bankarnir hrundu. Einkennileg tilviljun að einmitt þeim datt öllu í hug að selja áður en foringi þeirra og hjáguð lagði til atlögu við bankana. Það er bráðnauðsynlegt að eyða allri tortryggni með því að hreinsa skipulega út úr stjórnkerfinu og embættismannakerfinu öllum spillingarsprotunum sem höfðu hreiðrað um sig á kostnað þjóðarinnar í ævilöngum vellystingum. Þú mátt kalla okkur bolsjevika, það er í fínu lagi og sérstaklega þegar það kemur úr munni fasistanna sem hafa ríkt hér allt of lengi.

corvus corax, 5.2.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ég kem fram undir nafni og er ekki hræddur, öfugt við þann sem hér kommentar úr launsátri, nafnlaus gunga.

Ef fólk hefur skoðanir þá á það að hafa djörfung til að setja þær fram undir nafni.

Kári Sölmundarson, 5.2.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Valdasjúkir, er það? Þér fannst sem sagt allt í lagi að ráðuneytisstjórinn fráfarandi hafi notað sér upplýsingar sem hann fékk sem opinber starfsmaður (venjulega kallaðar innherjaupplýsingar og menn eru sendi í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir slíkt, eins og Martha Stewart fékk að reyna)? Hann seldi hlutabréf sem hann vissi að myndu falla í verði og plataði þannig kaupendurnar af bréfunum sem voru auðvitað ekki á fundinum í London. Finnst þér í lagi að hafa slíkan mann í yfirmannsstöðu í Fjármálaráðuneytinu? Það er í raun með ólíkindum að þessi maður hafi ekki verið rekinn með skömm fyrir löngu og lögsóttur fyrir innherjasvindl. Um þetta eru jafnvel margir sjálfstæðismenn sammála.

Guðmundur Auðunsson, 5.2.2009 kl. 14:34

4 Smámynd: Kári Sölmundarson

Kæri Guðmundur, þakka þér fyrir að vera einn þeirra djörfu sem skrifa undir nafni.  Sannarlega get ég verið þér sammála um þennan embættismann, þó verð ég að segja að menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð og öfugt sem maður gæti haldið af því að horfa á sjónvarp hér á landi þá búum við ekki í USA.  En það sem ég var að benda á var að þeir sem nú standa blóðugir uppi á vörubílspallinum að skera burt "óæskilega" aðila eru þeir sem áður gagnríndu árásir á "grandvara" embættismenn.

Kári Sölmundarson, 5.2.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Kári, ég tek undir með Jóni Þorvarðar. Svo vitlaus er þjóðin ekki að hún geri ekki greinarmun á hugtökunum "í gær og í dag". Sóðaskapurinn var orðinn í gær Kári. Í dag er verið að reyna þrífa upp skítinn eftir veisluna sem sumir eru reyndar ennþá í og þvælast fyrir hreingerningaliðinu.

Hættu nú að reyna að telja sjálfum þér trú um að ósköpin hafi dunið yfir í dag.

Þórbergur Torfason, 7.2.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband