Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Uppstokkun

Mínar heimildir segja að veruleg uppstokkun sé í pípunum í sjávarútvegi á Íslandi.  Þessi tíðindi munu skyggja á allt sem gengið hefur á hingað til og snerta fleira fólk í öllum landshlutum.  Hættan er sú að andstæðingar kvótakerfisins muni nota sér þessi viðskipti til að kasta rýrð á kerfið því að viðskipti þessi eiga sér persónulega rætur þó þau séu fyrst og fremst á viðskiptalegum grunni.


Í ríki Vatnajökuls

Ég verð að taka undir með Hjalta Þór Vignissyni, bæjarstjóra á Hornafirði að eini augljósa staðsetningin fyrir framkvæmdarstjóra Vatnajökulsþjóðgarðs er á Hornafirði.  Hvergi fer það betur saman að búa í byggð og í ríki Vatnajökuls.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta umhverfi bendi ég á vef sveitunga minna í Stafafelli.


mbl.is Störf dregin til Reykjavíkur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna eru kofar á Laugarvegi.

Það er búin að vera nokkur umræða um „kofana" á Laugarveginum og kostnað borgarinnar við að bjarga þessum spítum.  En hversvegna eru þessir hús kofar?  Það er vegna þess að í mörg ár undir verndarvæng R-listans fengum hatursmenn þessara húsa að skipuleggja eyðileggingu þeirra.  Þetta skipulagða niðurrif heitir Þróunaráætlun Miðborgar og sá sem skrifaði upp á hana heitir Dagur B Eggertsson (á þessari síðu kallaður Dagur súri) helsti hatursmaður lágreistrar byggðar í miðbænum, merkilegt að hann búi sjálfur í slíku húsi svona bárujárnskofa. 

Með því að gefa skotleifi eða kannski frekar skófluleifi á húsin voru örlög þeirra ráðin, hver heldur við eign sem annar er búinn að úrskurða ónýt.  Húsin eru kofar því Borgin sagði eigendum þeirra að þau væru ónýt.


Ég styð Spaugstofuna

Ég styð Spaugstofuna í því að gera grín að okkur og vera leiðinlegir eða skemmtilegir.  Um leið og við gefum okkur fram í pólitík þá leggjum við undir okkar persónu hvort sem er; útlit, skoðanir, veikleika og styrkleika.  Vissuleg er hættan sú að fjölskyldan verði fyrir áreiti fyrir það eitt að vera tengd gerðum stjórnmálamannsins en enginn maður er eyland.

Þegar ég var yngri þótti ég líkur Sigga Sigurjónssyni, hann yrði því tilvalinn í að leika mig.  Ég sé hann ganga upp Bankastræti, förðunardeildin búin að hækka ennið, eilítið hjólbeinóttur, útskeifur og einsog með prik upp í ra.....  Þegar hann byrjar að tala, þá er það of hratt og skrækt.

hahahahahaha

 Þetta er nú harla ólíklegt enda búið að hafna mér.


Eini kosturinn

Ástæða fyrir því að nýr meirihluti D & F hefur verið myndaður í Reykjavík er að verða augljós, enginn annar kostur er til staðar.  Svandís Svavarsdóttir (Gestsonar) hefur gefið það út að hún muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokki og það sama hefur Dagur súri einnig sagt en með hverjum ætla þau að mynda meirihluta?  Hvaða kosti hafa þau, varamann F-lista og óstarfhæfan Framsóknarflokk sem þarf að kalla til þingmenn úr öllum kjördæmum til þess að geta mannað fund í Reykjavík.

Vandamálið eru þau tvö, Svandís og Dagur, með því að útiloka stærsta flokkinn í borginni frá samstarfi  þá eru þau búinn að útiloka að hægt sé að mynda sterkan meirihluta í Reykjavík og allir aðrir möguleikar verða veikir.  Ábyrgðin á ástandinu er því þeirra (ásamt Blinga en hann er nú farinn).

Það mátti skilja Dag súra í Silfrinu í gær á þann veg að það væri óeðlilegt að Fálkarnir í borgarstjórn töluðu við aðra um meirihlutastarf eftir að Blingi REIð á braut.  Hvernig getur maðurinn látið þetta út úr sér, með sömu rökum má segja, hvaða rétt átti hann á því að verða borgarstjóri eftir að Fylkingin beið afhroð með hann sem forystusauð í borginni.

Þessa kjörtímabils verður minnst á þann veg að Fálkar höfðu meirihluta í Reykjavík að undanskyld eitthundrað súrum dögum Dags.


Hinn þögli meirihluti!

Það var sérstakt að horfa á fréttir af ólátum á pöllum Borgarstjórnar í gær.  Lítið sem ekkert var minnst á meirihluta gesta sem sátu prúðir í sætum sínum og fyldust með því sem fram fór.  Þess í stað var öllum myndavélum beint að „borgurunum" sem ofbauð það að meirihlutinn tók ákvörðun.  En hverjir voru þessir „Borgarar", jú það voru ungliðahreyfingar Vinstri G og Fylkingarinnar, þarna voru formaður UJ, fyrrverandi kosningastjóri Vinstri G og hinir ýmsu atvinnumótmælendur, svei mér þá ef ekki glitti í Saving Iceland.

En það er alveg hægt að vera sáttur við framgöngu þeirra því ekki varð hún málstaðnum til framdráttar.    Mér blöskrar líka alltaf þegar vinstrimenn sem hampa Hugo Sjaves um leið og þeir tala um sig sem lýðræðisöfl.  Hér á landi notumst við, við fulltrúalýðræði með kostum þess og göllum og kjósum á fjögurra ára fresti.  Það byrja prófkjör og forvöl eftir u.þ.b. átján mánuði og þá gefst okkur pöpulnum tækifæri á að koma okkar skoðunum á framfæri.  Mitt framlag í því fellst meðal annars í að bera út bæklinga og annað það sem tilheyrir að vera fótgönguliði í Fálkaflokknum.

Lifi hinn þögli meirihluti!!!


Aumingjar

Það er verið að gera okkur íslendinga að aumingjum með forsjárhyggju.  Annarhver bíll er á sumardekkjum og hafa þarf vit fyrir foreldrum hvort fara á með börnin í skólann.  Hér í einatíð voru skólar auglýstir lokaðir ef fáir kennarar mættu, ekki þegar fólk á sumardekkjum gat ekki komist leiðar sinnar.  Í morgun var blíðuveður í hundraðogeinum og nú er þar stinningskaldi ekkert óveður, fólksvagninn gólf átti ekki nokkrum vandræðum með brekkurnar á Skólavörðuholtinu þar sem hann þeystist á milli skóla hverfisins.  Þar hefur ekki verið rutt í allan vetur.

Ágætu landar, lærið að reima skóna ykkar!


mbl.is Hellisheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er VARA borgarfulltrúi ekki AÐAL

 

Fréttaflutningurinn er að verða ansi einhæfur um stjórnmál í Reykjavík.  Endalaust er líkum leitt af því að borginni hefði verið í betri höndum meirihluta þar sem aðalborgarfulltrúi var settur til hliðar fyrir varaborgarfulltrúa heldur en meirihluta átta aðalborgarfulltrúa.

Það er samt ljóst að það var kominn upp stjórnarkreppa í borginni, starfandi meirihluti gat ekki náð saman um málefnasamning en „ætlaði að vinna í honum á næstunni".  Margrét Sverris varaborgarfulltrúi var búin að leggja til hliðar öll sín stefnumál en sá borgarfulltrúi sem hún leysti af var ekki sáttur.  Hann gat því ekki starfað með gamla meirihlutanum.

Eftir situr að það voru undanhlaup Blinga sem gerðu það að verkum að það myndaðist vík milli vina.  Hver þarf  á óvini að halda sem á Blinga "beturklædda" sem vin, alla veganna ekki Óli "síðurklæddi"


mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vettlingapeningar

Hér á árum áður stundaði ég verkamanna vinnu og sjómennsku og fékk þá greidda fatapeninga eða vettlingapeninga eins og kjarasamningar sögðu til um.  Af þessu var dregin staðgreiðsla eins og lög gera ráð fyrir.  Gaman væri að heyra hvort Blingi hefur greitt hlunnindaskatt af vettlingapeningunum sem hann fékk

Hann má kalla á

Ég rakst á merkilega klausu í Sveitarstjórnarlögum 

Þegar F-listinn bauð fram við síðustu Borgarstjórnar kosningar þá var hann Frjálslyndir og Óháðir.  Ólafur var Óháður, hann má því kalla inn "óháða varamenn".

Nú næst ekki samkomulag milli stjórnmálaflokka eða samtaka sem standa að sameiginlegum lista, og skulu þá þeir varamenn listans, sem eru úr sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalmaður sá sem um er að ræða, taka sæti hans í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna. Sé enginn úr hópi varamanna slíks lista í sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalfulltrúinn sem í hlut á var þegar kosning fór fram taka varamenn listans sæti samkvæmt venjulegum reglum.
Ef ég skil þetta rétt þá þarf Ólafur ekki að kalla til Margréti sem varamann enda var hún í Frjálslyndum við síðustu kosningar. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband