Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.2.2008 | 19:54
Varúð Varúð
Varist menn sem skrifa blogg klukkan:
mið., 20 feb. 2008 02:12
Viðkomandi sannar að áfengi og lyklaborð tölvu fara ekki vel saman.........
20.2.2008 | 09:39
Genginn í bjarg Framsóknar
Ég er nú að íhuga að efna gamalt loforð sem ég gaf góðum vini mínum skömmu fyrir andlát hans, þessi góði vinur minn var mikill Framsóknarmaður aftur í ættir eins og allur hans leggur síðar. Umrætt loforð var að ganga í Framsóknarflokkinn, vinur minn lést nokkrum dögum síðar. Ástæður þess að ég sýni þessu áhuga eru eftirfarandi:
1. Daður Fálkafélagsmanna við Samband Evrópu.
2. Vandamál borgarstjórnarflokks Fálka í Reykjavík.
3. SósíaldemóKRATÍSKAR hneigðir fuglavinafélagsins.
Nokkur rök eru þó á móti því að ganga í Framsóknarflokkinn:
1. Daður Framsóknarmanna við Samband Evrópu.
2. Vandamál borgarstjórnarflokks Framsóknarmanna í Reykjavík.
3. SósíaldemóKRATÍSKAR hneigðir Framsóknarmanna.
4. Bjarni Ghostbuster.
Svona eftir á að hyggja, þá held ég mig bara við Fálkaflokkinn.
16.2.2008 | 16:13
Kristján í bönkunum
Ég er farinn að upplifa ákveðið dejavu þegar ég heyri talsmenn, eigendur banka og fjármálafyrirtækja tala um að það eina sem geti bjargað þeim sé að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta minnir mig orðið ansi mikið á rödd Kristjáns Ragnarsson þegar hann kvartaði um að gengi krónunnar væri orðið of hátt og hana þyrfti að fella. Kristján hefur þennan sérstaka hljóm sem arftaki hans hjá LÍÚ hefur einnig tekið upp, hljóm sem er í senn ákveðinn og biðjandi. Sífellt að biðja um að ríkisvaldið hlutaðist til með rekstur útgerðar í landinu sem að lokum var orðin órekstrarhæf vegna þess að hún aðlagaðist þessari hjálp sem fólst í því að fella gengið að lokinni hverri vertíð. En ástæða erfiðleikanna voru fjárfestingar sem ekki höfðu efnahagslegan grundvöll og aðgerðarleysið í að taka til í rekstrinum.
Nú eru það bankarnir sem biðja um hjálp sem er fólgin í því að við göngum í EU og tökum upp evru það sé það eina sem geti hjálpað þeim, jú og að Seðlabankinn lækki vexti strax. En hver er raunveruleg ástæða þess að erlendir aðilar meti íslensku bankana eins og þeir séu gjaldþrota, svo vitnað sé í Jón Ásgeir; Fjárfestingar sem ekki höfðu efnahagslegan grundvöll og aðgerðarleysið í að taka til í rekstrinum.
Kannast einhver við setninguna?
Citybank ætlar að segja upp sextíuþúsund manns, hvers vegna, jú tekjur í þessum geira munu dragast saman. Það má líkja þessu við það sem íslensk útgerð er að gera í dag, hagræða, segja upp og draga saman seglin. Útgerðin er enda orðið vön að þurfa að reka sig sjálf, hvað gera íslensku bankarnir,,,,, ekkert!
Þeir taka einn Kristján á þetta!!
Ps. Vil taka það fram að ég ber mikla virðingu fyrir Kristjáni Ragnarssyni, hann var bara í vinnunni sinni.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 22:48
Borg mín borg
Ég var á ferðalagi í hinu fróma sambandi Evrópu um síðustu helgi og missti því af uppákomu helgarinnar enda snéri ég til baka á þriðjudagskvöld.
Það verður að segast að þetta er allt óttalegt vesen sem verður að leysast strax og getur ekki beðð lengur. Því miður verður Vilhjálmur að segja sig frá leiðtogahlutverkinu og væntanlegu borgarstjóra jobbi.
6.2.2008 | 10:09
Úthverfaarkitektúr í miðbænum
Egill Helgason er bendir á bloggi sínu á næstu víglínu á Laugaveginum eða númer þrjátíuogþrjú til þrjátíuogfimm þar sem ÁF hús hyggjast reisa byggingar samkvæmt hönnun sem sómir sér mun betur við Freyjubrunn en á Laugarvegi. Arkitektúrinn svipar nokkuð til hússins sem stendur ofan á bílastæðinu þar sem áður stóð Stjörnubíó. Eins og svo oft áður stillir verktakinn, á heimasíðu sinni sínum, húsum upp við hlið gömlu húsanna sem sami verktaki er búinn að leggja sig í líma við að hugsa illa um og eyðileggja.
Reglur um kynningu á breytingum sem þessum eru þannig háttaðar að enginn má hafa skoðun á breytingunni nema að hann sé leigutaki verktakans. Er það nema von að allir verði hissa þegar stóru gröfurnar mæta.
Það má ekki skilja sem svo að ég sé á móti uppbyggingu í miðbænum en hönnuðir þeir sem taka að sér verkefni sem þetta verða að hafa eitthvað skynbragð á söguna og sýna verkum forvera sinna einhverja virðingu.
Hér er svo tenging á tillögu núverandi borgarstjóra (þegar hann var borgarfulltrúi) um að ekki verði gefið leifi til að rífa þessi hús. Af þessu tilefni talar borgarfulltrúi Dagur B Eggertsson og segir:
"Ágæti forseti, háttvirta borgarstjórn. Hér er í þriðja sinn ekið til umræðu málefni húsa við Laugaveg og meintar niðurrifsheimildir um þau. Og vil ítreka mótmæli við því, mér er ekki kunnugt um að gefnar hafi verið út niðurrifsheimildir fyrir nokkurt þessara húsa og raunar ekki að það séu fyrirliggjandi umsóknir um það. Ég óska eftir því að það verði upplýst hér á fundinum ef að tillöguflytjanda er kunnugt um að svo sé. Að öðru leyti legg ég til að tillögunni verði vísað til skipulagsráðs með sama rökstuðningi og áður og vísa til fyrri bókana í því efni."
Eins og oft áður er ekkert að marka það sem Dagur segi, það eru svo margir fyrirvarar í öllu sem kemur út úr manninum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 21:59
Eftir allt saltkétið þá vil ég heyra eitthvað íslenskt
Eftir að hafa borðað saltkét í hádegis og kvöldmat þá get ég varla lesið aðrar fréttir en íslenskar. Helst myndi það bæta líðan ef hér væri frétt af stormi á Norðurlandi eða að Þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið notuð til að flytja két til vitavarðar fyrir austan. Einhverja verulega íslenska frétt.
En tengt frétt kvöldsins þá vona ég bara að Bandaríkjamenn fái frjálslyndan frjálshyggjumann(eskju) sem er ekkert mjög trúaður(trúuð). Bush yngri hefur ekki hagað sér eins og almennilegur hægrimaður þó hann teljist hægri þarna í USA, hann er íhaldsmaður (ekki það sama).
Obama með forskot í Kaliforníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 10:11
Ódýrara en hjólhýsi
Íslendingum fjölgar á hótelum en útlendingum fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 09:50
Opinská umræða
Hversvegna er það ekki fordómalaus umræða að komast að þeirri niðurstöðu að innganga Íslands í Evrópusambandið sé ekki landi og þjóð til hagsbóta.
Undanfarið hafa Evrópusinnar kallað eftir að opinská umræða fari fram um stöðu íslands gagnvart Evrópusambandinu og nú er búið að setja á enn eina nefndina, tvíhöfða. Ég hef lúmskan grun um að það komi lítið út úr þessari nefnd, svona þegar ég horfi á hverjir þar sitja. Illugi hefur legið á nefnd fyrir sjávarútvegsráðherra í sex mánuði án þess að gera mikið og afabarn Sigga ríka er ekki virtur viðlits í eigin flokki og þarf að halda úti einhverskonar útvarpsbloggi á útvarpi Sögu til að einhver hlusti á hann.
Ein helstu rök Evrópuambandssinna fyrir því að við eigum að ganga í sambandið er hin almáttuga Evra. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í títtnefndu Evrópusambandi þegar hin margrómaða Evra var tekin upp. Þá var hún svo veik að hún féll um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal á einu ári ef ég man rétt. Hagvöxtur í sambandinu var enginn og vextir fóru í tvö og hálft prósent, útflutningur jókst vegna þessarar lágrar stöðu enda fór evran niður í 0,80 gagnvart dollar, þá var Daimler kátur. Nú er staðan hinsvegar sú að það þarf nálægt einn og hálfann dollar á móti Evrunni, ég er nokkuð viss um að áðurnefndur Daimler sé ekki kátur. Vextir í Evrulandi eru enn lágir og hagvöxtur lítill og atvinnuleysi viðvarandi. Rökin um að við eigum að ganga í Evrópusambandið vegna stöðugrar evra halda ekki enda sveiflast hún eins og aðrir gjaldmiðlar og er eins og íslenska krónan nú um stundir of hátt skráð.
Það er rangt sem menn halda fram að Evran sé okkar mikilvægasti gjaldmiðill enn sem fyrr er það dollar. Allt ál og þar af leiðandi rafmagnið er verðlagt í Bandaríkjadollar. Grunnverð helstu fisktegunda heims er skráð í dollar og þó svo íslensk fyrirtæki sendi sína reikninga í annarri mynt þá sveiflast verðin með dollar. Breska pundið spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir íslensku bankana og líklegast þarf Landsbankinn að hafa sinn ársreikning í enskum pundum vegna hve stór hluti rekstrarins er í þeirri mynt.
Ekki eru lífsgæði betri í Evrópusambandinu.
Ekki er auðlindastjórnun betri í Evrópusambandinu.
Matarverð á 63°N er ekki lægra í Evrópusambandinu.
Það eina sem er betra í Evrópusambandinu er VEÐRIÐ!
Ég er ekki viss um að við getum samið um það við Sambandið.
1.2.2008 | 10:00
Heimildarmaður RÚV
Væri ekki rétt að ónafngreindur heimildarmaður RÚV kæmi nú fram með ódýrar tillögum um það hvernig leysa megi umferðar vandann öðruvísi en með Sundagöngum (Sundabraut er ekki kostur). Kanski á að leysa umferðarvanda í Ártúnsbrekku með Vaðlaheiðargöngum.
Guðmundur Gunnarsson á verkalýðsforkólfur Eyjunn er með ágæta grein um málið
Umferðaröngþveiti í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2008 | 09:41
Hvað gerir Björgvin nú?
Hvað gerir Viðskiptaráðherra nú þegar Kaupþing er á leið úr landi?
Ráðherrann verður að gera sér grein fyrir því að orð hans "gerum allt til að bankarnir fari ekki úr landi" geta reynst honum erfið ef að eigendurnir telji sér best borgið með því að selja bankann. Þá hefur hann ekkert um málið að segja . Það er mjög óábirgt af honum að setja mál svona fram því hann hefur ekkert málið að segja, markaðurinn getur á hverjum tíma tekið aðrar ákvarðanir sem hafa ekkert með íslensku krónuna að gera og ekkert með ákvarðanir hæstvirts viðskiptaráðherra.
Kaupþing seldi aröbum 2% hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |