Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.11.2008 | 19:06
Einn flokkur í ríkistjórn
Enn hefur það skýrst þessa helgi að það er einungis einn flokkur í ríkisstjórn, hinn flokkurinn sem skrifaði undir stjórnarsáttmálann hefur gefist upp fyrir vandamálinu. En er ekki ábyrgin einhver:
Ábyrgð bankamálaráðherra virðist vera engin á hruni bankanna, hann vissi ekkert....
Ábyrgð iðnaðarráðherra á ábyrgðalausum undirskriftum út um allan heim er engin....
Ábyrgð umhverfisráðherra á stöðvun framkvæmda ofangreinds ráðherra er enginn....
Ábyrgð félagsmálaráðherra á yfirboðum á útgjöldum ríkissjóðs er enginn....
Ábyrgð Utanríkisráðherra er engin, (er í leyfi )...
Ábyrgð samgönguráðherra á 9 milljarða í Héðinsfjarðargöng er algjör..
FME: Upplýsti ekki ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 00:22
Móðuharðindi
Ef taka má mark á stöðumati Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ spáir hann því að allt að fjórðungur þjóðarinnar deyi á næstu mánuðum. Þetta er hans mat þegar hann líkir núverandi efnahagsþrengingum við móðuharðindin. Samkvæmt hans mati á stöðunni (hann er jú hagfræðingur) þá deyr 75% búfjár og sennilega verður bylting í Frakklandi
Eru menn ekki með öllum mjalla.....
Ef Gylfi skyldi Gooooogla sig á morgun þá eru hér upplýsingar um Móðuharðindin til að fríska upp á minnið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 15:17
Sjálfstæðisflokkurinn segi skilið við Samfylkingu
Nú er ráð að mynda ríkistjórn með fólki sem getur staðið við orð sín.
"ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu" , úr stjórnarsáttmálanum.
Ísland endurskoði ESB-afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 15:15
Gengisvísitala krónu 130
Var það ekki þessi greiningardeild sem spáði gengisvísitölu krónu í 130 um áramótin?
Nú eru það aftur hagsmunir útflutningagreinanna sem eiga að ráða för hvað varðar afstöðu okkar til Evrópusambandsins ekki illa rekins bankakerfis sem setti okkur á hausinn.
Í nýlegu spjalli mínu við skoska fiskiðnaðarmenn staðfestu þeir að portúgalskir og spænskir sjómenn eru að yfirtaka flota Skota, hvað ætlum við Íslendingar að gera þegar við getum ekki lengur aflað og unnið fiskinn okkar.
Ekki fáum við vinnu í banka erlendis!!!
Staðan betri værum við með evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 14:23
Gamli sáttmali
Ég vil nú að þessu tilefni birta Gamla sáttmála þar sem við gengum Noregskonungi á hönd.
Heimild http://is.wikisource.org/wiki/Gamli_s%C3%A1ttm%C3%A1li
Í nafni föður ok sonar ok heilags anda var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
Vér bjóðum virðuligum herra Hákoni konúngi hinum kórónaða vora þjónustu undir þá grein laganna, sem samþykt er milli konúngdómsins ok þegnanna, er landit byggja Í fyrstu grein, at vèr viljum gjalda konúngi skatt ok þingfararkaup, sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svo framt sem haldit er við oss þat móti var játað skattinum: Í fyrstu, at utanstefníngar skyldum vèr engar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af vorum mönnum á alþíngi burt af landinu. Item, at íslenzkir sè lögmenn og sýslumenn hér á landinu, af þeirra ætt, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit. Item at sex hafskip gángi til landsins á hverju ári forfallalaust. Erfðir skulu upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðit hafa, þegar er rèttir arfar koma til, eðr þeirra umboðsmaðr. Landaurar skulu ok upp gefast. Item skulu slíkan rètt íslenzkir menn hafa í Noregi, sem þeir hafa beztan haft. Item at konúngr láti oss friði ok íslenzkum lögum, eptir því sem lögbók vor váttar, ok hann hefir boðið í sínum brèfum, sem guð gefr honum framast vit til. Item jall viljum vèr hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr en frið við oss.
Halda skulum vèr ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þèr ok yðrir arfar haldit trúnað við oss ok þessa sáttargjörðir fyrskrifaðar, en lausir ef rofin verðr af yðvarri álfu at beztu manna yfirsýn.
21.10.2008 | 14:05
Árétting
Ég er ekki hættur að styðja Sálfstæðisflokkinn
Einungis hættur að styðja ríkisstjórn með Samfylkingu innanborðs.
21.10.2008 | 13:42
Sjálfstæð, "enn um sinn"
Össur segir að Ísland verði sjálfstætt land enn um sinn enda er það greinilegt markmið Samfylkingarinnar að gefa eftir sjálfsforræði þjóðarinnar yfir sínum auðlindum.
Þeirra innlegg í viðræður við lánadrottna þjóðarinnar er semsagt enn um sinn.
Krónan tifar á mjóum fótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 11:17
Ég talaði við mann.
Ingibjörg reyndi með undarlegum hætti að stimpla sig inn í umræðuna í gær með sögum um að hún hefði hringt í Jens Stoltenberg og Bernard Kouchner. Hver var tilgangurinn með símtölunum og því að segja frá þeim? Það hefur komið fram að Geir hafi oft talað bæði við Jens en einnig við Sarkozy enda Geir vel mæltur á norsku og frönsku. Að einhverjum ástæðum var umfjöllunin ekki áberandi um það enda þarf Geir sem leiðtogi hins vinnandi hlutar stjórnarinnar að tala við marga leiðtoga heims. Ingibjörg sem leiðtogi hins talandi hluta ríkistjórnarinnar þarf að segja frá hverju símtali sem hún skellir sér í það er jú viðburður.
Aðstoðarkona hennar, Kristrún Heimisdóttir náði að sýna okkur hvítuna í augunum á sér nú um helgin í Silfri Egils. Ég hætti að telja við tíu þegar hún af fyrirlitningu á viðmælendum sínum ranghvolfdi augunum í sér og syndi okkur hvítuna. Ég vona að hún verði gerð að talsmanni Samfó í fleiri málum.
Ég vona að Ingibjörg hressist af veikindum sínum.
20.10.2008 | 13:34
Nú er mál að linni !
Ég veit að svona á ekki að hefja skrif sín en mér liggur á að koma þessu frá mér. Á þessum erfiðu tímum situr maður undir því að annar stjórnarflokkurinn gerir lítið að annað en að tala á meðan hinn rær lífróður á annað borðið. Það hefur lítið af tillögum komið frá Ráðherrum Samfylkingar nema aðgerðir sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn mun væntanlega ekki samþykkja og eða Sjálfstæðisflokkurinn.
Nú í rúmt ár hefur maður þurft hlusta á stærsta stjórnarandstöðuflokkinn sem situr í ríkisstjórn, mala endalaust um aðild að Sambandi (hinna viljalausu í) Evrópu. Þrátt fyrir að hafa samið um að ekki yrði gengið í það samband næstu fjögur árin. Er ekki rétt að fara að leifa Samfylkingunni að vera í stjórnarandstöðu, það er það sem þau vilja.
Ég lýsi því hér með yfir að ég styð ekki lengur Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og mun byrja aftur að skrifa hér á Mogga-bloggi í stjórnarandstöðu.