Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.11.2008 | 10:50
Landsvirkjun einkavædd 2012
Gera landsmenn sér grein fyrir að innganga í ESB þýðir að einkavæða ber öll orkufyrirtækin. Ekki er ég viss um að stór erlend orkufyrirtæki hafi áhuga á að niðurgriða orkuverð til heimila á Íslandi. Er ég bjó eitt sinn í því fróma sambandi þá var orkureikningurinn 30% hærri á KWH en hér á íslandi og til að halda reikningum í skefjum fór maður í peysu þegar heim var komið.
Sem frjálshyggjumaður vil ég gjarnan einkavæða orkufyrirtækin en á íslensku forsendum, hið þýska E-On mun ekki láta Alcoa greiða fyrir orkuna inn á reikninga á Íslandi þeir peningar fara annað.
Hér verða því hvorki fiskur né orka sem heldur uppi samfélaginu.
Drög lögð að umsókn um ESB-aðild? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2008 | 18:27
Ein lítil rödd
Það taka fáir mark á mér þegar ég segi að íslenskur sjávarútvegur muni ekki verða til eftir að við höfum gengið í ESB. Aðilar sem stunda útgerð í Evrópu eru þegar farnir að líta hingað hýrum augum um að fjárfesta í fyrirtækjum hér, þetta hef ég staðfest. En hvað þýðir það ef svo verður?
Það verður ekki hagur þessara fyrirtækja að landa aflanum hér á landi. Afleiðing: Ekki verður lengur hagkvæmt að reka hér öfluga flutningastarfsemi.
Greiðslur fyrir aflann munu ekki skila sér til landsins. Afleiðing: Ekki verður lengur þörf á bankakerfi á Íslandi nema einstaka sparisjóður til að lána þér yfirdrátt.
Eins og annarstaðar leggst innlend sjómennska af (þetta hefur gerst í Englandi, Skotlandi, Frakklandi og á Írlandi). Afleiðing: Þessi stétt sem nú er aftur komin með yfir meðallag í laun hverfur.
Landsbyggðin eins og hún leggur sig verður ferðamannastaður, ekki staður til að vinna eða búa á enda verða að vera heilsársstörf svo fólk vilja búa þar.
Það má vera að mörgum finnist ég mála svarta mynd en farið í hvaða sjávarþorp sem er í Evrópu og sjáið raunveruleikann sem ég lýsi. Ég bjó eitt sinn í bæ í norður Frakklandi sem var stærsti útgerðarbær á stóru svæði. Þar eru nú þrír gamlir togarar og fiskvinnsla bæjarins þar sem einu sinni unnu fimmþúsund manns er ekki sjón að sjá.
Þetta er raunveruleikinn.
15.11.2008 | 17:54
Veðsett fyrir yfir 100 milljónir....
Þetta hús ásamt nærliggjandi húsum mun samkvæmt heimildum vera veðsett fyrir yfir eitthundrað milljónir, brunabótamatið er tuttugu og fimm. Samkvæmt síðustu heimildum er það BYR sparisjóður sem á veðið.
Bíddu var þetta nokkuð Range Rover sem brann?????
Yfirgefið hús alelda á Baldursgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 20:47
Evrópusambandsaðild Íslands
Við Íslendingar lifum á náttúruauðlindum nú um stundir eru það fiskur og orka og hugsanlega í framtíðinni olía, þótt það sé langt í það.
Hvað verður um yfirráð okkar yfir þessum auðlindum ef við göngum í ESB?
Spurningunni um fiskinn er búið að svara, við missum öll yfirráð, ESB mun ekki gefa afslátt frá því enda er fiskur að einhverjum ástæðum bundinn sem sameign sambandsins í stofnskrá þess.
Eignarhald á orkunni mun líklega einnig hverfa úr okkar höndum því samkvæmt reglum ESB verðum við skylduð til þess að einkavæða orkufyrirtækin líkt og þar hefur verið gert.
Ef við lítum á hugsanlegar olíuauðlindir, skulum við skoða hvernig nágrannaþjóðirnar Bretlandi og Noregur hefur auðnast að hagnast á þeim olíuauðlindum sem þær deila í Norðursjónum. Bretland sem aðila að ESB hefur getað sett fáar reglur sem hafa hjálpað þeim að auðgast vel á lindunum. Norðmenn hinsvegar hafa ívilnað eigin fyrirtækjum og stór hluti af hagnaði verður því eftir í Noregi.
Á hverju ætlum við Íslendingar að lifa ef við getum ekki lifað á fiski og ekki á orkunni?
Ætlum við að verða styrkþegar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 20:29
Nei þýðir nei!!!
Hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haft stefnu er varðar ESB, hann hefur hingað til verið á móti. Er það að vera á mót einhverju að hafa enga stefnu ?
Hafa náttúrverndarsinnar enga skoðun á virkjunum?
Hafa friðarsinnar enga skoðun á stríði?
Hefur Frjálslyndi flokkurinn enga skoðun á kvótakerfinu?
Er Samfylkingin skoðanalaus um DO?
Það er afstaða að vera á móti!
Þrír leiða Evrópustarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 09:46
Útrásin
Hér er upplifun Þorsteins Guðmundssonar nágranna míns úr 101 á útrásinni. Ég held að við séum mörg sem upplifðum hana á svipaðan hátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 20:07
Áhugaverð færsla
Ég leifi mér að birta tengil á grein Gauta Eggertssonar um erfiðleikana við einhliða upptöku erlendrar myntar.
Ég tek fram að ég þekki manninn ekki neitt og vel má vera að ég sé honum ósammála um flest.
11.11.2008 | 20:00
Nú segjum við skilið við þessar liðleskjur, Geir!
Nú segjum við skilið við þessar liðleskjur, Geir!
Enn og aftur kemur í ljós að það er bara helmingur ríkistjórnarinnar í raunverulegu samstarfi. Geir ver alla ríkistjórnina en Ingibjörg ver sína í ríkistjórn, hvernig er hægt að vinna með svona fólki.
Ég vona að Ingibjörg nái fullri heilsu sem fyrst.
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 11:01
Hverjir seldu Landsbankann
Það gleymist of oft að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki setið einn við völd undandarinn ár. Fyrst var það Viðeyjarstjórn með Alþýðuflokki (Jón Baldvin, fyrir þá sem ekki muna) síðan ríkisstjórn í langan tíma með Framsóknarflokknum og nú loks með Samfylkingunni. Á þessum tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei farið með bankamál, fyrst var það Jón Sigurðsson sem nú er formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins, Jón gerðist síðan pólitískt skipaður seðlabankastjóri en hrökklaðist frá vegna óhóflegra lúxusjeppa kaupa. ÞESSU VIRÐAST ALLIR BÚNIR AÐ GLEYMA.
Það var síðan í verkahring Framsóknarflokksins að ráðstafa bönkunum og setja á fót hið nýja Fjármálaeftirlit. Fyrsti forstöðumaður þar var fyrir tilviljun sonur Páls Pétursson, þáverandi Félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins.
Það hefur því verið kastað ryki í augu fólks með því að beina athyglinni frá bréfinu sem Framsóknarmennirnir að norðan skrifuðu og að slælegri tölvukunnáttu Bjarna.
Fyrir þá sem vilja lesa bréfið á er hér slóðin á það. Bréf
Bjarni segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 15:42
Vinir Samfylkingar
Talsmenn Samfylkingarinnar hafa talað um að leiðin út úr vandamálunum sé að ganga í samband Evrópu og taka upp Evru strax. Allir fjölmiðlar hafa gleypt við þessu og síðast í gær á Stöð 2 var Lóa Aldísardóttir með pólitískt innslag í frétt um að það væru bara Geir og Davíð sem ekki vildu taka upp Evru. Þetta er ein af vitleysunum sem haldið er á lofti sem ekki fær staðist. Við getum ekki tekið upp Evru fyrr en við höfum náð að uppfylla Mastricht skilyrðin. Það er langt í það....
Nú er það komið í ljós að ektavinir Samfylkingarinnar í Evrópusambandinu ætla að beita okkur vinstri hælkrók þegar kemur að því að gera upp skuldir Björgólfs í þessum löndum. England og Holland beita Evrópusambandi fyrir sér í að knýja fram að Íslendingar borgi Icesave skuldirnar, Við skulum rétt vona að Geir muni takast að semja þær frá í versta falli að semja ekki.
Hvað hefði gerst ef núverandi staða hefði komið upp og Ísland verið aðili að sambandinu og með Evru, því sama hvað Sambandssinnar segja þá hefði þessi staða getað komið upp þrátt fyrir aðild. Þá hefðu innheimtuaðgerðirnar verið enn harkalegri (og eru þó harkaleg). Það sýndi sig að enginn hljóp undir bagga með öðrum í því fróma sambandi. Hollendingar stungu vini sína í Belgíu í bakið, Þjóðverjar neituðu að styðja hina og sögðu þýska peninga fyrir Þjóðverja og nóg eru vandræði Frakka.
það má vera að Björgólfur, Sigurður og Bjarni Ármanns hafi eyðilagt íslensku krónuna og við þurfum að skoða aðra möguleika með mynt en aðild að Sambandinu og upptaka evru er ekki rétta lausnin.
Ég hef áður hér á þessu bloggi stungið upp á Norsku krónunni og legg það til aftur að við förum í myntsamstarf við Norðmenn og sameiginlega tökum við upp Norsk - Íslensku Krónuna sem hefði einkennið NÍSK.......