Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kraftmikill fundur

Það er mikið um fundarhöld þessa daga, bæði mótmæla og meðmælafundir.  Næsti meðmælafundur sem ég veit um, er fundur þar sem Guðlaugur Þór heilbrigðisáðherra og Ögmundur Jónasson formaður BSRB eða Alþingismaður eða stjórnarmaður í Lífeyrissjóði (ég er ekki viss hver þeirra talar) munu mætast.

Ég hvet alla til að mæta í Öskju klukkan 20 fimmtudaginn 27. nóvember.

Umfjöllun Viðskiptablaðsins


Mótmæli mótmælum.

Ég sótti fjölmennan mótmælafund í Háskólabíói í gærkveld sem er mjög merkilegt fyrir mig, því ég er á móti mótmælum og sýni það í verki með því að mæta aldrei.  Nema núna.

Ég var þó ekki í sömu erindagjörðum og flestir hinir sönnu mótmælenda því ég hafði af því veður seinnipartinn í gær að margir ef þeim sem boðaðir höfðu verið myndu mæta.  Ég klæddi mig því upp í fínustu lopapeysuna sem mamma hefur prjónað fyrir mig og fór úr stífpressuðum taubuxunum í gamlar vinnubuxur, til að falla betur í hópinn.  Mig langaði að sjá hvernig mótmælendurnir brygðust við þegar þeir sem þeir mótmæltu mættu þeim andlits til andlits.  Ég verð að játa að öfugt við það sem ég áður taldi eru mótmælendur líka fólk, bara ekki jafn gáfað og ég.........

 

Um leið og ég set fram þessa skoðun geri ég ráð fyrir að mótmælendunum finnist ég ekkert voðalega gáfaður.

 

Vel að verki staðið hjá Jóni og félögum.

 

Jú ég gleymdi einu, setning kvöldsins var: “þið eruð ekki þjóðin”.


Gamla og nýja hagkerfið

Það hefur verið einhver þjóðsaga um að hugbúnaðarfyrirtækið CCP hafið skilað meiru verðmætum heldur en loðnuvertíð.  Ég verð að segja að það væri frábært ef rétt væri en samkvæmt opinberum tölum þá er þetta rangt, eru ekki allir að verða leiðir á röngum tölum?  Ég ákvað því að afla mér upplýsinga um hverjar þessar tölur eru, hverjar eru tekjur CCP og hverjar voru tekjur þjóðarinnar af loðnuvertíð.  Það eru tveir staðir sem mér eru aðgengilegir, heimasíða CCP sem birti rekstarniðurstöðu CCP vegna útgáfu skuldabréfa fyrr á árinu og hagstofan þar sem finna má útflutningsverðmæti hinna ýmissa afurða. Ef einhver hefur betri tölur þá eru þær vel þegnar.

 

2007

Loðna

Verðmæti Fob

10  Sjófrystur heill fiskur                                    

            1.291.489.138    

14  Heilfrystur fiskur ót.a.                                   

            1.771.199.295    

18  Fryst hrogn                                                

            4.052.401.413    

23  Söltuð hrogn                                               

                    2.577.245    

31  Fiskmjöl                                                   

            2.284.015.392    

32  Lýsi                                                        

               475.916.277    

Útflutningsverðmæti FOB

            9.877.598.760    

CCP

 

Tekjur CCP 2007 USD

                  37.155.107    

Meðalgengi USD

                            64,17    

Tekju í ÍSK

            2.384.243.216    

 

Útflutningsverðmæti loðnu voru á árinu 2007 reiknað í FOB (þá er flutningakostnaður ekki meðtalinn) tæpir 9,9 milljarðar skv Hagstofunni, þessar tölur eru samkvæmt minni reynslu 95% réttar.  Athygli vekur að tekjurnar af hrognum sem unnin eru úr loðnunni eru tæpur helmingur af verðmætum hennar.  Tekjur CCP eru 37 milljón Dollara reiknað á meðalgengi ársins 2007 2,4 milljarðar þarna er um brúttótekjur að ræða því einhver kostnaður hlýst af útflutningnum t.d. rekstur netþjóna erlendis og þessháttar.

 

Það er því rangt og reyndar mjög rangt að CCP skili þjóðinni jafn miklu og loðnuvertíð.  Ekki veit ég hver hefur komið þessum “sannleika” af stað eða í hvaða tilgangi en ég er hissa að forsvarsmenn CCP hafi ekki leiðrétt þetta. En nú hafa þeir markmið að vinna að, þeir þurfa einungis að auka tekjur sínar fjórfalt.

 


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins !!!

Loksins stígur einhver þingmaður fram og gagnrýnir þingmenn og ráðherra Samfylkingar fyrir gunguskap.  Það er að verða mjög þreytandi að hlusta á samstarfsflokkinn vera stöðugt að biðja um kosningar á sama tíma og þeir heimta afsagnir og inngöngu í Sambandið.

Við fótgönguliðarnir í Flokknum erum sammála Geir og erum ekki hræddir við kosningar ef þeirra gerist þörf en fólk sem ekki langar lengur að vinna vinnuna sína á þá að hætta og gera eitthvað annað.

Ef til mín verður leitað mun ég íhuga framboð í næstu prófkjörum en ég hef nú reyndar ekki miklar áhyggjur af því.  Framboð af mér hefur verið meira en eftirspurnin....


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá Sambandi Evrópu

Ég er nú nýkomin frá sambandi Evrópu og átti þar meðal annars samtöl við lánadrottna okkar, fólk sem átti fé á reikningum Icesave.  Þau voru okkur Íslendingum ekki reitt en fannst þeirra eigin stjórnvöld hafa klúðrað mörgu, það hafa jú bankar líka farið á hausinn í Evrópu.  Haft var á orði að fólk hafi tekið áhættu og ekki hagnast á því en því fannst ófyrirgefanlegt að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar lögðu mikinn pening inn á þessa reikninga og sá peningur er glataður.  Það er nefnilega eitt að tapa sínum peningum sjálfur en að hið opinbera tapi peningum.

Sparifjáreigendurnir sögðust aldrei hafa efast um að fá aftur peninga sína en var þó farið að lengja eftir að komast í þá.  Þeir eru ennþá vinir okkar.


Alltaf einir

Að mínu mati er Samfylkingin að mála sig út í horn og málningin sem er í kringum þá er seinþornandi.  Ég er með nokkrar spurningar til þeirra Samfylkinga og Vinstri Grænna sem lesa síðunna:

Ætlar samfylking alltaf að starfa ein og óháð öðrum? 

Reiknar Samfylkingarfólk með því að ná meirihluta á Alþingi ef kosið er í vor?

Ef kosið verður núna vill þá VG starfa með fólki sem ekki getur starfað í hóp?

Með hvaða stjórnmálaflokki öðrum ætlar Samfylkingin að ganga í Evrópusambandið?

Þetta er að verða óskiljanlegur farsi og augljóst að Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur kosningabandalag.

 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigandinn ábyrgur

Eigandinn brást algerlega í að verja eigur sínar fyrir óboðnum gestum og er því ábyrgur.  Hvað hefði gerst ef drengirnir hefðu ekki komist út.  Yfirvöld, lögregla og Borgin verða að tryggja að ekki endi fleiri hús sinn lífdaga á þennan hátt með því að beita eigendur fjársektum sem ekki tryggja að tóm hús séu mannheld og brugðist sé við kvörtunum íbúa.  Eitthvað sem ekki var gert í þessu tilfelli.
mbl.is Bruninn á Baldursgötu upplýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af stjórnmálamönnum

Er Framsókn virkilega orðið félag í Samfylkingunni, þeir hafa orðið sömu skoðanir í öllum málum.

Hvað gerðist með Guðna?

Nú er bara Steingrímur eftir sem kanna að halda kjarnyrtar ræður.

Það er gott að sjá að Ingibjörg Sólrún er að hressast.

Ég sakna þess að Sóley Tómasdóttir gerir ekki athugasemd við að það var ekki gætts jafnræðis í síðasta Silfri Egils, það voru afar fáir Fálkafélagsmen.  Eiginlega bara einn og hann var þar sem hagfræðingur og framkvæmdarstjóri SA.

Mér finnst líka Kiljan orðin betri en Silfrið, Kolbrún er æði.


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lifa í ESB

Öfugt við flesta sem hér tala fjálglega um hið góða við Evrópusambandið þá hef ég starfað þar í öðrum af þeim tveim fremur gamaldags iðnaði sem mun halda okkur gangandi næstu árin.  Ég vann í fiski í ESB.  Ég var nánar tiltekið í Frakklandi og tók þátt í fyrstu útrásinni þega við ætluðum að kenna öllum hinum hvernig átti að selja fisk.  Ég get því talað af reynslu sem nýbúi og það sem alvöru nýbúi ekki sem námsmaður í einhverjum partí háskólabæ þar sem flestum finnast bláeygðir (í báðum merkingum þess orðs) Íslendingar merkilegir. 

Eftir þessa reynslu mína get ég fullyrt að við fáum það sem flestir íbúar ESB vilja með EES og losnum við það sem enginn vill nema stjórnmálamennirnir, að allir verða eins.  Fólkið í ESB hefur margoft hafnað því sem stjórnmálamennirnir vilja í kosningum en lausn þeirra er að láta kjósa aftur og aftur og aftur, ætli það verði ekki raunin hér.

Hér á bloggsíðunni hefur komið fram vantrú á það sem ég hef sagt um orkugeirann og sjávarútvegsmálin í ESB og það meira að segja frá mönnum sem hafa það að atvinnu að mæra Sambandið.  Ég er upp með mér, því eins og segir einhverstaðar, af óvininum skaltu þekkja þá.

En nú verð ég að gera hlé á bloggi í nokkra daga þar sem ég á erindi við Sambandið og bið ykkur vel að lifa á meðan.

Fyrir þá sem finna fyrir löngun til að kjósa mig á þing, þá fenguð þið tækifæri 2006 og kusuð frekar Árna Matt og nafna hans Johnsen.....

Kveðja, lopapeysuíhaldið í þingholtunum.


Innri markaður ESB með orku

Einhverjir sem ekki vilja segja til nafns eru að efast um að Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur muni verða einkavædd.

það er grundvallarregla í ESB að ekki má mismuna borgurum ríkjanna, þetta felur meðal annars í sér að ríkisábyrgð á lánum fyrirtækja í einu landi er bönnuð.  Aðildarríki Sambandsins hafa farið þá leið til að losna frá ríkisábyrgð að einkavæða orkufyrirtækin, þannig er EDF (Electronique de France) einkavætt og AREVA stærsti framleiðandi rafmagns með kjarnorku í Evrópu einnig einkavæddur.

Við þurfum því ekkert að veltast í vafa um að sama krafan verður gerð um að eignarhald íslenskra orkufyrirtækjaverður opnað.

Fyrir þá sem vilja fræðast um orkustefnu sambandsins er bent á vefslóðina:

http://ec.europa.eu/energy/index_en.htm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband