Úrvalið

 

Ég er nú að horfa á úrvalið í Íslenskri pólitík í sjónvarpinu, ég verð að segja að mér líst ekki vel á næstu fjögur ár.  Ef undan er skilinn Geir Harði þá er þetta nú dapur hópur, þó jaðrar við að Jón Sig sé efnilegur.  Steingrímur J, umhverfisvæni jeppaeigandinn, hefur enn ekki sýnt sitt rétta andlit, kannski er hann að nudda öxlum við hina enda er tilgangurinn að komast til valda og ekki verða Vinstri G einvald.

 

En ekki getur maður kosið leiðtogana eina því ef liðið þeirra er ónýtt verður lítið úr efndum.  Í Fréttablaðinu var skrítinn pistill um efndir kosningaloforða stjórnaflokkana, tekið upp úr landsfundarályktunum 2003.  Nú gefst fólki tækifæri til að lesa drög að landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins á netinu http://www.xd.is/ og hvet ég alla til þess.  Þegar þið hafið lesið þær sjáið þið að þetta eru sennilega um tuttugu síður og erfitt er fyrir ráðherra að ná inn öllum þeim atriði sem þar eru tíunduð. 

 

En málið er að landsfundarályktanir eru ekki plagg fyrir einsmálefnisflokk það stefna flokks sem endurnýjar sig á fjögurra til átta ára fresti.  Flokk sem fylgir eftir sínum málum þó þau nái ekki í gegn á einu kjörtímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er hættur í Sjálfstæðisflokknum og þetta er alveg handónýt stefna. 

1) Stríð í Írak o.fl.

2) Einkavinavæða vatnið og hreina fjallaloftið

3) Skipa vini og vandamenn í Hæstarétt. DjúsusKræst

4) Hannes Hólmsteinn

5) George Bush

Er ekki Davíð alveg örugglega hættur?

Björn Heiðdal, 9.4.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er skynsamleg og vel upplýst ákvörðun hjá Birni Heiðdal  

Páll Jóhannesson, 9.4.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband