12.4.2007 | 10:19
Áfram nú.
Eftir glæsilegar sveitarstjórnar kosningar og stórgott prófkjör, hefur allur sjarmi hrunið af Fálkaflokknum í Suðurkjördæmi. Flokkurinn mælist nú einungis með 30,4% samkvæmt skoðana könnuninni sem unnin var fyrri Stöð 2 og Vinstri G á blússandi siglingu með 17,6 % frá 5 % í síðustu kosningu. Ekki er það afrekaleysið í landsmálunum eða í sveitastjórnum sem er að draga fylgið af flokknum eins og Eyþór Arnalds bendir á í sínu bloggi. Ég verð því að ítreka hvatningaorð mín til frambjóðenda að spýta í lófana og herða róðurinn, því við eigum inni allt að 40 % fylgi ef miðað er við Sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra.
Að sjálfsögðu vil ég meina að ef flokksfélagar mínir hefðu ekki hafnað mér síðastliðið haust þá væri staðan önnur!
Kæru félagar um allt Suðurkjördæmi blásið í lúðra því nú verður baráttan að fara hefjast.
Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Niðurstaðan í prófkjörinu í haust var skandall - þeir ættu að rifja upp málsháttinn ,,engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur".
Páll Jóhannesson, 12.4.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.