Sarkozy verður næsti forseti Frakka.

 

Eftir að hafa horft á sjónvarpskappræður (meira kannski langræður) milli forsetaframbjóðendanna tveggja Royal og Sarkozy í gærkvöldið er ég sannfærður um að Frakkar velja sér réttan forseta.  Það kemur líka á daginn er ég las frönsku blöðin í morgun að Frakkar eru mér sammála.  Loksins er komið tækifærið fyrir Frakka að losa sig úr vistaböndum sósíalista og sleppa lausum taumi þann gríðarlega kraft sem býr í þessari þjóð.  Hingað til hafa allir frambjóðendur verið vinstri í pólitík, jú núverandi forseti er einnig sósíalisti ef hlustað er á hann.

 

Ég og Le Figaro erum ekki sammála greiningu Morgunblaðsins að umræðurnar hafi ekki skilað  óákveðnum yfir til frambjóðendanna.  Það er augljóst af könnun Le Figaro að tveir þriðju þeirra sem tóku ákvörðun í kjölfar langræðnanna hölluðust að Sarko enda var hann sterki aðilinn.  Og allt að tíu prósent þeirra sem kusu Royal í fyrri umferð munu kjósa Sakozy í seinni umferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það hefur nú verið ljóst um margra mánaða skeið hvert stefnir og eftir fyrri umferðina hefur Royal algjörlega mistekist að snúa fólki frá stuðningi við Sarkozy.  Það sýna ítrekaðar kannanir fjölda stofnana og rannsóknarfyrirtækja hér í Frakklandi.

Þú segir ykkur Figaro ósammála greiningu Morgunblaðins á umræðunum! Ég sé ekki að Figaro tjái sig neitt ennþá, alla vega ekki á heimasíðunni og ég keypti blaðið ekki í dag. Þar er einungis að finna fréttina um könnun Opinionway-fyrirtækisins, sem kom inn á vefsíðu Figaro í morgun.

Í könnuninni segja 53% að Sarkozy hafi unnið og 31% að Royal hafi haft betur. Athyglisvert er að helmingur þeirra sem kusu  Bayrou í fyrri umferðinni segist ætla kjósa Sarkozy, sem er hærra hlutfall en áður hefur sést. Fjórðungur styður Royal, en 25% eru enn óákveðin.

Því er við þetta að bæta, að ég skrifaði fréttina um umræðurnar 15 mínútum eftir að þeim lauk. Þar sagði einungis að kapprðæurnar myndu engu breyta um fylgi við þau. Þar á ég við atkvæðahlutfall. Og  þegar fjölmiðlar hér eru skoðaðir í dag sýnist mér þeir vera sammála þessari "greiningu Morgunblaðsins", þ.e. að fjörleg kappræða breyti engu.

Blöðin skiptast á að lýsa sigurvegara og ræður þar náttúrulega pólitísk stefna viðkomandi blaða. Útbreiddasta blað landsins, Ouest-France, sem er ekki ýkja pólitískt segir Sarko hafa unnið. Ritstjóri Le Monde skrifar svo leiðara þar sem hann segir engan hafa unnið og engan tapað og allt stefni í sigur Sarkozy sem hann segir hafa verið öflugan í gærkvöldi að venju og bjóði upp á trúverðugar leiðir  til að skapa landsmönnum nýja og lífvænlegri framtíð. Engu að síður hvetur hann til þess að Royal verði kosin forseti.

Rökstuðningur hans fyrir því er sá undarlegasti sem ég hef séð. Efnislega er hann á þá leið, að kjör Royal sem forseta sé forsenda þess að endurnýjun eigi sér stað í Sósíalistaflokknum sem sé í pólitískri blindgötu, úr sér genginn og ekki í takt við evrópska jafnaðarmennsku.  Nái hún ekki kjöri muni flokkurinn leggjast í bræðravíg og illvíg og skaðleg átök. Sem sagt, í augum ritstjóra Le Monde eru hagsmunir Sósíalistaflokksins allt.   

Ágúst Ásgeirsson, 3.5.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband