Ég var hlunnfarinn hér um daginn

Ég vissi ekki að ég "ætti rétt á" bleikum frotte-samfestingum síðast þegar ég átti erindi á spítala.  Stelpan sem ég fór til að hitta þar hafði lítið af fötum með sér og ég kom því með flíkur á hana.  Ég var því hlunnfarinn um bleikan samfesting merktan Þvottahúsum Ríkisspítalanna. 

 

Ástæðan fyrir því að ég átta mig á þessu er fyrirspurn Kolbrúnar á Alþingi um bleika og bláa samfestinga.  Ég gruna að flestir séu eins og ég og komi með flíkur með sér á spítalann þegar hitta á litlar stúlkur eða stráka og nema Kolbrún ætli að skipta sér að því hvernig ég klæði mínar stúlkur þá er þetta ekki neitt sem truflar.  Eða var fyrirspurnin til Björns Bjarnasonar!

Þetta er sannarlega lúxusvandamál og brýnt að hampa því að þetta sé alvarlegt vandamál.  Þetta var ekki fyrirspurn um að það vantaði samfestinga heldur hvernig þeir væru ættu að vera á litinn.  Ég held að fátt staðfesti það betur að við höfum það gott á Íslandi þegar þingmenn koma með þvílíkar fyrirspurnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband