15.1.2008 | 11:14
Aftur af stað
Ég er að reyna að koma mér aftur af stað í blogginu en gengur hægt, hef fullt af skoðunum á mönnum og málefnum sem engin vill heyra og því er rétt að setjast niður og skrifa stutt blogg.
Hinn nýi meirihluti í borginni virðist ætla efna allt í málefnaskrá sinni, ekki neitt! Ég sem íbúi miðborgar varð strax var við það þegar nýi meirihlutinn tók við. Mál sem skipulagssviði var sagt að geyma voru rifinn upp úr skúffum til að þóknast verktökunum sem öfugt við það sem menn halda eiga meira inni hjá Samfylkingu en Fálkum. Það skyldi þó ekki vera þannig að hin stóru og dýru prófkjör Fálka valdi því að stjórnmálamennirnir skuldi í raun færri aðilum greiða en í þrjúhundruð manna forvali Vinstri G.
Hundrað og einn er eitt stærsta hverfi borgarinnar, samt er umræðan alltaf þannig að þar séu bara skemmtistaðir, verslanir og hótel en viti menn í lok árs tvöþúsund og sex bjuggu þar fjórtánþúsund og sexhundruð manns. Ég efa að þetta fólk búi á hótelum. Stór hluti af íbúunum býr í húsum sem arkitektar á skipulagssviði Reykjavíkurborgar elska að hata og vilja rífa sem mest af þessum kofum", flest þetta fólk þykir bara nokkuð vænt um húsin sín og hugsar vel um þau, sumir mjög vel. Er ekki bara allt í lagið að segja við framtakssama Íslendinga sem vilja byggja, gjörið þið svo vel, það verður bara að líta alveg eins út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Loksins blogg - Til hamingju.
Páll Jóhannesson, 15.1.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.