Ný Framsókn

Ég hef alltaf borið sterkar taugar til Framsóknarflokksins og komst einu sinni nálægt því að ganga til liðs við hann og kjósa.  Þessar tilfinningar eiga rætur sínar í uppvaxtarár mín á Hornafirði sem voru blómatími Kaupfélagsins, bæjarfélagsins og Framsóknarflokksins á staðnum. 

Í huga mér voru framsóknarmenn gott fólk enda margir frændur mínir, upp til hópa heiðarlegir og vandir af orðum sínum sem er reyndar lenska í Skaftafellssýslum.  Það var ekkert glamúr yfir Kaupfélagsstjórunum, þeir tóku sitt hlutverk alvarlega og sama gilti um aðra stafsmenn í því ágæta félagi.  Það get ég fullyrt að þeim hefði aldrei dottið til hugar að kaupa sér jakkaföt á kostnað félagsins.  Þið sjáið að ég set samansem merki milli Kaupfélagsins og Framsóknarmanna því þannig var það, þetta var sama fólkið.  Oftast frekar gamaldags og alltaf fyrirsjáalegir

En nú er öldin önnur, helstu vonarstjörnu Framsóknarflokksins er ekki treystandi fyrir horn og í hnífabelti hans vantar mörg blöð.  Pólitísk víg hefur hann framið langt út fyrir eigin flokk og líkin liggja um alla framboðslista. 

Þetta er ekki Framsóknarflokkurinn sem ég þekkti og eitt er víst, Bingi hefði aldrei orðið Kaupfélagsstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Takk fyrir að vilja vera ,,bloggvinur" minn.Talandi um kaupfélag, framsókn og

Hornafjörð,þá hlýtur þú að hafa þekkt hann Skafta Péturson?

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 22.1.2008 kl. 04:02

2 Smámynd: Kári Sölmundarson

Rétt er það, vorum um tíma saman með hesthús

Kári Sölmundarson, 22.1.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband