Vinir Samfylkingar

Talsmenn Samfylkingarinnar hafa talað um að leiðin út úr vandamálunum sé að ganga í samband Evrópu og taka upp Evru strax.  Allir fjölmiðlar hafa gleypt við þessu og síðast í gær á Stöð 2 var Lóa Aldísardóttir með pólitískt innslag í frétt um að það væru bara Geir og Davíð sem ekki vildu taka upp Evru.  Þetta er ein af vitleysunum sem haldið er á lofti sem ekki fær staðist.  Við getum ekki tekið upp Evru fyrr en við höfum náð að uppfylla Mastricht skilyrðin. Það er langt í það....

Nú er það komið í ljós að ektavinir Samfylkingarinnar í Evrópusambandinu ætla að beita okkur vinstri hælkrók þegar kemur að því að gera upp skuldir Björgólfs í þessum löndum.  England og Holland beita Evrópusambandi fyrir sér í að knýja fram að Íslendingar borgi Icesave skuldirnar, Við skulum rétt vona að Geir muni takast að semja þær frá í versta falli að semja ekki. 

Hvað hefði gerst ef núverandi staða hefði komið upp og Ísland verið aðili að sambandinu og með Evru, því sama hvað Sambandssinnar segja þá hefði þessi staða getað komið upp þrátt fyrir aðild.  Þá hefðu innheimtuaðgerðirnar verið enn harkalegri (og eru þó harkaleg).  Það sýndi sig að enginn hljóp undir bagga með öðrum í því fróma sambandi. Hollendingar stungu vini sína í Belgíu í bakið, Þjóðverjar neituðu að styðja hina og sögðu þýska peninga fyrir Þjóðverja og nóg eru vandræði Frakka.

það má vera að Björgólfur, Sigurður og Bjarni Ármanns hafi eyðilagt íslensku krónuna og við þurfum að skoða aðra möguleika með mynt en aðild að Sambandinu og upptaka evru er ekki rétta lausnin.

Ég hef áður hér á þessu bloggi stungið upp á Norsku krónunni og legg það til aftur að við förum í myntsamstarf við Norðmenn og sameiginlega tökum við upp Norsk - Íslensku Krónuna sem hefði einkennið NÍSK.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband